Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Page 18

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Page 18
Úlfhildur Dagsdóttir Söguþættir af sæborg Hver verð ég þegar nýjasta tækni og vísindi hafa aukið lífslíkur mínar um heiming með því að rækta úr mér ýmis gen sjúkdóma og fötlun- ar? Hvað er ég þegar ég verð erfðabættur ein- staklingur með sérstaka hæfileika sem hafa verið ræktaðir með mér - ekki í uppeldi og námi, heldur tilraunaglasi. Hvernig upplifi ég til- veru sem er búið að móta í enn ríkari mæli af vísindamönnum sem hafa líftækni á valdi sínu? Eða þeim stórfyrirtækjum og stjórnvöldum sem hafa þá vísindamenn á valdi sinu ... Og gleymið ekki að stór hluti tækniþróunar er tengdur hernaði - Netinu var komið á fót hjá hernum til að vernda viðkvæmar upplýsingar sem ekki mátti geyma í einni tölvu. Daglegt líf mitt er þegar umvafið nýjustu tækni og vísindum. Tölvan mín leiðréttir málfar mitt og stafsetningu jafnóðum og ég skrifa, hún gerir tillögur um orð og þverneitar mér um ýmsar sérviskur í málfari (svona álíka og ill- skeyttur prófarkalesari sem vill ekki leyfa mér að skrifa skrýmsl með yfsiloni og án i-s). í stof- unni minni eru tveir skjáir sem keppa um at- hygli mína, sjónvarpið og tölvan. Ég horfi meira inn í þá en út um gluggann, því skjáirnir mínir eru gluggar út í heiminn, en ekki bara út í garð. Samskipti fara að stórum hluta fram í gegnum tölvuskjáinn, ég skrifa og tek á móti tugum tölvuskeyta daglega. Samtals eyði ég líklega að meðaltali 5 tímum á dag (7 daga vikunnar) fyrir framan tölvuskjáinn. Það er mikið en þó minna en margir aðrir. Fræðsla og afþreying er helsti kostur sjónvarpsskjásins, sem tekur upp alla- vega 3 tíma á dag af mínu lífi. Aftur veit ég að sá tími er mun skemmri en hjá mörgum öðr- um. 8 tímar farnir, 8 í svefn, hvað geri ég við hina 8? Elda við eldavélina, mat sem ég tek úr ísskápnum, hlusta á tónlist úr geislaspilara, fer í bíó, les við rafmagnsljós, ekki ein einasta mín- úta í lífi mínu er án tæknilegrar íhlutunar. Þegar ég geng um götur borgarinnar er ég skilyrt af bílaumferð og umferðarljósum og þegar ég sit á kaffihúsi hlusta ég á tónlist úr hljómflutnings- tækjum - og horfi á sessunaut minn tala í far- símann sinn. Allt þetta á eftir að breytast. Mikið. Það lítur út fyrir að tæknilandslagið eigi eftir að þjappast enn nær okkur, grípa í auknum mæli inn í lík- ama okkar og hafa þar með grundvallaráhrif á sjálfsvitund okkar, sjálfsskilning og sjálfsupplif- un. Flver verð ég? Verð ég ég? Er ég ég?2 Þrátt fyrir að hér á íslandi sé að finna eitt þeirra stórfyrirtækja sem vinnur að líftækni- rannsóknum hefur furðulítið verið fjallað um þýðingu slíkra rannsókna í fjölmiðlum. Á sínum tíma varð mikið fjaðrafok út af skerðingu per- sónufrelsis þeirra sem lenda myndu í gagna- grunni íslenskrar erfðagreiningar. Þessi um- ræða um persónufrelsi virtist fyrst og fremst ná yfir það hvort hægt væri að komast að því hvort þú ættir geðveikan ættingja eða hefðir fengið kynsjúkdóm. En það er annarskonar persónu- frelsi sem skiptir máli og verður að gefa gaum í því þjóðfélagi okkar sem er kallað eftirlitssam- félag, samfélag eftirlitsmyndavéla og rafrænna slóða sem hver einstaklingur skilur eftir sig daglega, svona álíka og snigill. Skordýramynd- mál er reyndar vinsælt í þessu samhengi, talað er um vefi og vefnað með tilvísun til kóngulóa og fangbragða þeirra við fórnardýr sem flækjast í þessum vefjum. Og það erum við, íbúar hinna svokölluðu Vesturlanda, öll. (Djöfull er ég dramatísk.) Þetta með persónufrelsið heldur svo áfram: hvert er persónufrelsi mitt á tímum þegar hægt er að hreinsa úr mér alla varasama arfbera? Hef ég val til að vera 'venjuleg' og óhrein(suð)? Get ég ráðið því hversu mikla hæfileika ég læt rækta með mér? Get ég orðið ofurkona? Flvernig verður millibilsástandið? Þegar sum- ir eru orðnir full- komnari en aðrir, langlífari, fallegri (breytast hugmyndir okkar um fegurð, eða verður hún ennþá langleggjuð og Ijóshærð?), gáfaðri, hæfileikaríkari. Það hefur komið í hlut bókmennta og skáld- skapar af ýmsu tagi að svara þessum spurn- ingum og öðrum. [ skáldsögum, smásögum, leikritum, kvikmyndum, myndasögum og tölvu- leikjum erum við leidd inn í heim þarsem nýjasta tækni og vísindi ráða ríkjum. Þrátt fyrir að meðal sllkra verka séu mörg sem teljast til fagurmenningar fer meirihluti þessarar um- ræðu fram í efni sem flokkast undir afþreyingar- afurðir, vísindafantasíur, hrollvekjur, glæpa- og hetjusögur. Tökum dæmi. Árið 1963 hóf göngu sína ofurhetjumyndasaga sem sagði frá fram- tíðarsamfélagi en þar hefur vaxandi mengun valdið stökkbreytingum á fólki. Þessu fólki er útskúfað úr mannlegu samfélagi, sumir bregð- ast hinir verstu við og nota stökkbreyttu kraft- ana til að ógna mannkyninu, en aðrir velja þá leið að nota mátt sinn og megin því til aðstoð- ar. Þetta er myndasagan X-Men, sem gekk nú nýlega í endurnýjun lífdaganna með vinsælli kvikmynd (sem er sú fyrsta í syrpu). Á sínum tíma var sagan mátulega óhefðbundin ofur- hetjusaga, í anda Superman, Batman og Spider- man, en nú er hún matreidd sem vísindaskáld- skapur með greinilegum undirtónum sæber- pönks.3 X-mennirnir eða X-fólkið (en þetta er saga sem er mönnuð óvenjumörgum konum) eru sæþorgir. Þau standa á landamærum manns og einhvers annars. Orðið sæborg sem er hljóðþýðing á enska orðinu cyborg er samsett orð eins og fyrirbærið sem það vísar til. Fyrri hlutinn vísar til enska orðsins yfir stýrikerfi, cybernetics, og síðari hlutinn er stytting á heit- inu yfir lífveru, organismá Orðið er hávísinda- legt og sprettur uppúr hernaðarlegum geim- rannsóknum en hefur verið tekið upp i mun

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.