Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 34

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 34
Ásgeir Jónsson Hjálpsami Þjóðverjinn sem hvarf Hinn 15. nóvember árið 1915 fengu öll grunn- skólabörn á Akureyri frí frá kennslu. Þeim var safnað saman undir styrkri stjórn Halldóru Bjarnadóttur skólastýru og síðan fylktu þau liði niður að höfn. Krakkaskarinn nam staðar við síldarbátinn Helga magra, sem var að leggja út til síldveiða við Noreg, og hélt tónleika við káetudyrnar. Akureyrska fréttablaðið íslending- ur lýsti því svo í frétt, þremur dögum síðar, að börnin hefðu verið að syngja góðan gest úr garði „er svo lengi hafði kynt sig hér sem stak- an barnavin." / frétt Islendings mátti einnig lesa að nokkrir bændur hefðu gengið til skips með útskorinn göngustaf til handa gestinum góða og sömu leið fóru fulltrúar frá bæjarstjórn Akur- eyrar með forláta blekbyttu. Gesturinn var Þjóðverji, George H.F. Schrader að nafni, sem skyndilega birtist á Akureyri vor- ið 1912. Nú, rúmlega 90 árum seinna, veit eng- inn af hverju hann kom hingað og hvað rak hann til þess að fara aftur rúmlega þremur árum síðar. Vitað var að honum hafði græðst töluvert fé í viðskiptum í Bandaríkjunum og þeim fjármunum hafði að miklu leyti verið var- ið til góðgerðamála fyrir vestan haf og á íslandi. Haft var á orði á Akureyri að hann hefði orðið fyrir einhverju áfalli - sumir sögðu ástarsorg en aðrir nefndu ástvinamissi - sem hefði fengið hann til þess að brjóta blað í lífi sínu og verja auðæfum sínum til hjálpar öðrum. Við brottför hans stóð eftir nýtt hestahótel á Akureyri sem hann gaf bæjarfélaginu og tvær bækur er hann hafði gefið út á íslensku á eigin kostnað og áttu að vera þjóðinni til upplýsingar. Hét önnur Heil- ræði til ungra manna í verzlun og viðskiftum og hin Hestar og reiðmenn á íslandi. Síðan bætir vikublaðið íslendingur eftirfarandi setningu við, eftir að góðverk Schraders hafa verið talin: Þegar litið er á þetta alt, sem ókunnugur og vandalaus maður gerir fyrir okkur sjálfa og skepnur vorar er óskiljanlegt ef menn ekki sjá á bak honum með óblandinni virðingu og hreinni þakklætistilfinningu. Þessi setning er sterk brýning til Akureyringa að sýna Schrader gamla þakklæti og hún virðist ekki hafa verið skrifuð að ástæðulausu. Þjóð- verjinn hjálpsami virðist hafa gengið um götur Akureyrar í þrjú ár og viljað hjálpa fólki með fjár- gjöfum, bréfaskriftum og hollráðum um hina ólíkustu hluti, allt frá viðskiptum, matargerð og meðferð búfjár til þess að kenna börnum nýja leiki. Mjög víða hnýtur hann um óvana sem hann vill venja þjóðina af. Alls staðar sér hinn nákvæmi Þjóðverji leiðir til þess að auka fram- leiðni í lífi og starfi landsmanna ef þeir aðeins vildu viðurkenna yfirburði erlendra siða og vinnubragða yfir sínar eigin venjur. En lands- menn neita að taka hann alvarlega og botna ekki í afskiptasemi hans. Þeir virðast jafnvel hafa litið á hann sem furðufugl og reynt að leiða hann hjá sér. í viðauka bókarinnar um hesta og reiðmenn dregur Schrader saman við- brögð íslendinga við þeim hollráðum sem þeim voru gefin. Þeir gegna því ekki, þeir þykjast kunna það alt miklu betur. ... Alt hvað er lagt til að gera, »dugir ekki á íslandi, við verðum að hafa það eins og við gerum.« Þannig gætum vér hugsað oss, að ísland tilheyrði alt öðrum heimi, og íslendingar væru guðs útvalin þjóð - eða þá útskúfuð þjóð, eftir því hvort farið er eftir raupi þeirra af sjálfum sér og öllu ís- lenzku, eða þá eftir kveinstöfum þeirra yfir fátæktinni og jarðveginum. Þetta finnst Schrader ekki aðeins vera þver- móðska heldur einnig vanþakklæti gagnvart þeirri miklu fórn er honum finnst sjálfum að hann sé að færa íslendingum með því að dvelja á meðal þeirra. Af þeim sökum hafa þeir íslend- ingar sem komu niður að höfn til þess að kveðja hann líklega glatt hann meira en þeir gerðu sér grein fyrir. Schrader kom þó ekki upp á þiljur til þess að þakka fyrir söng eða gjafir. Hann lá sjúkur og hjálparvana í koju á Helga magra eftir að þrír hásetar höfðu stuttu áður borið hann þar niður. Þar var hann tárfellandi og tautaði fyrir munni sér: „Krakkar, krakkar, krakkar." Og aðeins þremur dögum seinna henti hann öllum sínum skjölum og skilríkjum út í mitt Atlantshafið og kastaði síðan sjálfum sér á eftir. Og hvarf. Sagan af dvöl Schraders á Akureyri felur þess vegna í sér dálitla ráðgátu um ríkan mann sem yfirgaf vini og ættingja vorið 1912 og kaus að verja þremur síðustu árum ævi sinnar í það að hjálpa Akureyringum með ýmsa hluti. En hér hangir samt mun fleira á spýtunni. Þegar farið er yfir verk Schraders á Akureyri, skrif hans um ís-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.06.2003)
https://timarit.is/issue/405421

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.06.2003)

Aðgerðir: