Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 26

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 26
Bjarni Þorsteinsson Svo ólíkt en samt eins Um tilgátur framtíðarfræðinga um framtíð sem nú er nútíð I lok níunda áratugar síðustu aldar stundaði sá sem þetta ritar nám í svokallaðri humanistisk informatik, eða hugvísindalegum tölvu- og upp- lýsingafræðum við Kaupmannahafnarháskóla. Þetta var stutt nám, ætlað þeim sem lokið höfðu eða voru langt komnir með nám í hefð- bundnari hugvísindum. Það er undarlegt til þess að hugsa að fyrir aðeins um 13 árum voru tölvur enn framandi tól fyrir flestum samstúd- enta minna í Höfn - ekki vegna þess að þar værí á ferðinni fólk sem þrjóskaðist við að taka upp nýja siði heldur var tölvuvæðing skóla og heimila einfaldlega ekki lengra komin þá, alla- vega ekki í Danmörku. Á íslandi var tölvu- eign orðin eitthvað almennari, kannski vegna bullandi góðæris og hinnar mjög svo sterku nýjungagirni og raftækjaástar landsmanna. í Hafnarháskóla skar ég mig úr hópnum með því að eiga tölvu - hafði fest kaup á flaggskipi Macintosh um þær mundir: Macintosh Plus. Tölvan kom mér að vísu að takmörkuðum not- um þegar að því kom að leysa forritunarverk- efni sem kröfðust PC-véla sem á þeim tíma höfðu hið ákaflega fráhrindandi DOS-viðmót sem gerði litla Makkann minn að tækniundri í augum margra. Makkinn var hinsvegar frábær til allrar textavinnslu - flestir félaga minna voru enn að skrifa ritgerðir sínar á ritvél og ég hafði ári áður skrifað mína lokaritgerð á rafmagnsrit- vél þar sem hugtökin klippa og líma voru notuð í sinni eiginlegu merkingu. Framtíðarfrseði Þótt námið væri stutt var það margþætt og heillaðist ég fljótlega af þeim þætti námsins sem hafði tölvur og samfélag sem viðfangsefni - kannski vegna þess að þarna var á ferðinni efni sem tengdist lítillega því sem ég hafði fengist við áður. Þar kynntist ég hugmyndum ýmissa framtíðarfræðinga um framtíðarþjóðfé- lagið sem ég þekkti á þeim tíma eingöngu úr vísindaskáldsögum. Framtíðarfræðingar eru sundurleitur hópur manna úr ólíkum greinum vísinda og fræða sem hafa valið samfélag framtíðarinnar sem viðfangsefni. Við lok níunda áratugarins höfðu margir þeirra vakið athygli fyrir hugmyndir sínar um framtíðina, t.a.m. Bandaríkjamennirnir Alvin Toffler og John Naisbitt. Einnig hafði franski stjórnmálafræðingurinn André Gorz sett fram spennandi hugmyndir um framtíðarþjóðfélagið og á Norðurlöndum voru Danirnir Jan Bonke og Ole Thyssen og Svíinn Leif Drambo áberandi í umræðunni um hvað biði okkar í framtíðinni. Á þessum tíma töldu margir að samfélagið væri að umbreytast úr iðnaðarsamfélagi í upplýs- ingasamfélag. Mengandi verksmiðjur og fjöldi starfsmanna við endalaus færibönd voru tákn iðnaðarsamfélagsins. Tölvan var tákn upplýs- ingasamfélagsins. Þó svo tölvutækni væri einn af burðarásun- um í hugmyndum framtíðarfræðinganna um samfélag framtíðarinnar voru þær ákaflega ólík- ar. Það er forvitnilegt að líta um öxl og skoða hvað þessir sérfræðingar héldu að myndi ger- ast á komandi árum; sumt af því sem þeir spáðu hefur engan veginn gengið eftir en ann- að hefur verið nær því að verða að veruleika. Engum tókst þó að sjá fyrir hvað gerðist í raun - enda slíkt ekki á færi annarra en þeirra sem eru beintengdir æðri máttarvöldum - og margt af því sem er að verða inngróinn hluti af veru- leika nútímans höfðu menn ekki fantasíu til að ímynda sér. Til að veita innsýn í þennan hug- myndaheim nálægrar fortíðar um framtíðina mun ég fjalla stuttlega um nokkrar af þessum hugmyndum. Þessi umfjöllun um hugmyndir framtíðarfræðinga um framtíðina fyrir tæpum tveimur áratugum er á engan hátt vísindaleg eða tæmandi - ég dreg einfaldlega fram nokkr- ar af þeim ólíku hugmyndum um framtíðina sem mér fannst spennandi og athyglisverðar á sínum tíma. Frelsi frá launavinnu André Gorz hjó til beggja hliða þegar hann gerði upp við marxisma og frjálshyggju og allt sem liggur þar á milli í hinu pólitíska rúmi í bók sinni Les chemins du Paradis, L'agonie du Capital sem út kom 1983. Hann benti á að báðar þess- ar stjórnmálastefnur byggðust á launavinnu sem mikilvægasta athæfi einstaklingsins. Af- leiðing af þessum viðhorfum gagnvart launa- vinnu væri að við merktum okkur sjálf og aðra eftir atvinnu en ekki mikilvægari þáttum að hans mati: Smiður kynnir sig sem smið en ekki frímerkjasafnara eða Picasso-aðdáanda. Gorz benti á að örtölvubyltingin svokallaða hefði gert atvinnurekendum kleift að framleiða meira með minni tilkostnaði og að þörfin fyrir lifandi vinnuafl færi stöðugt minnkandi. Baráttan fyrir fullri vinnu handa öllum væri byggð á misskiln- ingi ef ekki lygi, það væri staðreynd að fram- tíðin byði ekki upp á fulla vinnu handa öllum þegnum þjóðfélagsins og að launavinna léki sí- fellt minna hlutverk í lífi og sjálfsmynd manna. Til þess að þessi minnkaða þörf fyrir lifandi vinnuafl kæmi öllum til góða og táknaði ekki at- vinnuleysi fyrir suma og fulla vinnu fyrir aðra þyrfti fólk að losna undan oki launavinnunnar. í stað þess að fá greidd laun fyrir vinnu sína og þiggja bætur ef engin væri vinnan fengju þegn- ar í framtíðarþjóðfélagi Gorz greidd laun, borg- aralaun, sama hvort þeir væru stritandi á vinnu- markaðnum eður ei - það væru borguð sömu laun fyrir að vinna og vera frá vinnu. Og að sjálf- sögðu væru greidd sömu laun fyrir öll störf. Með aukinni tölvuvæðingu og samdrætti í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.06.2003)
https://timarit.is/issue/405421

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.06.2003)

Aðgerðir: