Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 49

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 49
tmm bls. 47 önnur séu kannski valin fram yfir þau, eða kon- fúsísk menningarsvæði þar sem réttindi einstak- linga kunna að þurfa að víkja fyrir brýnum hags- munum samfélagsins í víðara samhengi, eins og stjórnvöld setja þau fram. Þetta sameigin- lega gildismat skýrir ekki bara það bindiefni sem skilgreinir vestræn sam- félög, það gefur líka vís- bendingu um það sem býr að baki núverandi kreppu og - sem er alveg jafn mikilvægt - það sem ekki býr þar að baki. Glópska Kagans Robert Kagan hefur meðal annarra fært í orð hinn nýja rétttrúnað í þessum efnum sem sjálf- sagt er þegar orðinn viðtekinn. Kagan er menntamaður í framvarðasveit þess hóps sem nefnir sig „Áætlun um nýja bandaríska öld" (PNAC), en þar eru ýmist í innsta hring eða ut- anmeð helstu höfundarnir að núverandi utan- ríkisstefnu Bandaríkjanna. Þará meðal eru nöfn sem nú eru orðin æði kunnugleg, Cheney, Rumsfeld og Wolfowitz. Ef heiti þessa hóps æpir ekki beinlínis að lesandanum fyrirætlunum hans, þá má í stuttu máli lýsa þeim sem trúnni á óhefta valdbeitingu Bandaríkjanna - þ.m.t. þeitingu hernaðarmáttar eins og þörf krefur - í þágu bandarískra hagsmuna í heiminum (eða öllu heldur í þágu skilgreiningar félaga í PNAC á þessum hagsmunum). Slíkir hagsmunir fela í sér að varðveita alger og óbifanleg bandarísk yfirráð í veröldinni, og meðal aðferða til að ná téðu takmarki er að hindra alla í að komast í samjöfnuð við Bandaríkin um hernaðarmátt. Sú staðreynd að þessi hópur er ekki í saklausum byssuleik á leikvelli og að hann lítur á gerðir sín- ar í víðu sögulegu samhengi varð Ijós, ef hún á því sem að hans mati eru versnandi tengsl Evr- ópu og Bandaríkjanna vegna öryggismála: Af þessu leiðir að í mikils- verðum hernaðar- og al- þjóðamálum nú um stund- ir eru Bandaríkjamenn frá Mars og Evrópubúar frá Venus: þjóðirnar koma sér saman um fátt og skilja hver aðra æ verr. Og þessi staða mála er ekki tíma- bundin - afleiðing af einhverjum einum kosn- ingum í Bandaríkjunum eða einum hörmuleg- um atburði. Ástæðurnar fyrir aukinni gjá milli ríkjanna beggja vegna Atlantshafsins eru djúprættar, hafa verið lengi að þróast og eru líklegar til að endast enn um hríð. Það bætir lítt úr skák fyrir þá sem kunna að hneigjast til framsæknari stjórnmálahugsunar eða hina sem eru á höttunum eftir nákvæmari fræðilega grunduðum skýringum á núverandi stirðleikum með Evrópu og Bandaríkjunum, að í fyrsta lagi er viss sannleikskjarni í hugmynd- um Kagans og í öðru lagi setur hann þær fram í grípandi upphrópunum. Bæði Kagan sjálfur og uppnefni hans hafa endurómað í fjölmiðlum undanfarið, áreiðanlega í seinni tíð oft án þess að þeir sem um fjölluðu gerðu sér Ijós tengsl annars við hitt. Kagan hefur reyndar verið lyft á stall sem eins konar lærimeistara um heím- spólitík upp á síðkastið, í líkingu við Huntington eða Francis Fukuyama fyrir um áratug („Enda- lok stjórnmálanna?"), og umfram allt f stíl við (og í skugga) George Kennans, hins (að hluta til mistúlkaða) vitsmunalega hönnuðar að heims- sýn Bandaríkjanna í kalda stríðinu og þeirrar einangrunarstefnu sem henni fylgdi. Þetta er slæmt af tveimur ástæðum. í fyrsta lagi vegna þess að Kagan hefur einfaldlega á var þá ekki Ijós fyrir, þegar Donald Rumsfeld kallaði saman hóp fræðimanna í upphafi emb- ættisskeiðs síns til að fara ofan í saumana á ástæðum fyrir hruni fyrrverandi heimsvelda sögunnar. Að sögn var ekki minnst á hluti eins og óhóflegt dramb eða hroka í endanlegri greinargerð hópsins, né heldur á þann harla kaldhæðnislega möguleika að ríki sem framan af nyti nokkurs velvilja sem forystuafl gæti sjálft vakið bandalag þjóða til andspyrnu við sig með herskárri viðleitni við að byggja upp og viðhalda eigin stöðu sem heimsveldi. En það er önnur saga. Snúum okkur aftur að því að kanna æ viðteknari túlkun á núverandi snurðu á sambandinu yfir Atlantshafið eins og Kagan setur hana fram. Best fer á því að vitna í orð hans sjálfs um þær niðurstöður sem hann kveðst hafa komist að og sem (takið vel eftir því) vísi til föðurhúsanna annars konar skilningi Mergur málsins er sá að hingað til hefur viss hópur fólks deilt tilteknum hug- sjónum og um leið sjálfs- mynd í þeim mæli að fullyrða mátti með nokkrum sanni að til væri pólitísk og landfræðileg eining sem kalla mætti Vesturíönd. Ástæðurnar fyrir aukinni gjá milli ríkjanna beggja vegna Atlants- hafsins eru djúprættar, hafa verið lengi að þróast og eru líklegar til að endast enn um hríð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.06.2003)
https://timarit.is/issue/405421

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.06.2003)

Aðgerðir: