Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 54
repúblikanar ásökuðu meira að segja Max
Cleland, öldungadeildarþingmann demókrata
frá Georgíu, um að vera „deigur í öryggismál-
um", en Cleland er margverðlaunaður upp-
gjafahermaður frá Víetnam. (Bush sjálfum,
sem nú er hinn mesti haukur, tókst hins vegar
einhvern veginn að komast hjá því að sýna póli-
tíska sannfæringu sína í verki í frumskógum VI-
etnam þegar honum stóð það til boða, líkt og
raunar á við um flesta æðstu ráðgjafa hans
nema Colin Powell. Dick Cheney gekk meira að
segja svo langt að afsaka fjarveru sína úr stríð-
inu með því að segja: „Ég hafði sitthvað betra
við tímann að gera á 7. áratugnum en að berj-
ast í Víetnam.") Það sem meira er, auk þess að
ganga á skjön við öll skynsamleg rök (svo ekki
sé minnst á velsæmið), þá virtist umrædd her-
ferð einnig storka hinu pólitíska þyngdarlögmáli
á tvo vegu. Sá fyrri varðar langa hefð fyrir því í
bandarískum stjórnmálum, með aðeins örfáum
undantekningum, að sá flokkur sem ræður
Hvíta húsinu missi öldungadeildarsæti í milli-
kosningum (þau ár sem ekki stendur yfir bar-
átta um forsetaembættið). Samkvæmt þessu
munstri hefðu repúblikanar átt að missa ein-
hver sæti á þingi og í öldungadeildinni, burtséð
frá ástandinu í landinu yfirleitt, eingöngu vegna
þess að George W. Bush sat við völd ( Hvíta
húsinu. En almennt ástand í landinu var hvorki
gott né hlutlaust, og þannig var önnur „regla"
bandarískra stjórnmála (og raunar líka stjórn-
mála annarra landa) brotin um leið, sú hefð að
almenningur „kjósi með veskinu". Svo þegar
upp var staðið, og þrátt fyrir að öll teikn virtust
repúblikönum andsnúin, þá græddu þeir á sam-
anlögðum áhrifunum af vaxandi áhyggjum af
öryggismálum eftir 11. september (þeir hafa
styrkt ímyndina sem þeir höfðu þegar í huga al-
mennings sem sá flokkur sem sé færastur um
að verja föðurlandið), algerum vanmætti demó-
krata við að setja fram sjónarmið í málinu og
flytja það og loks hafa þeir grætt á eigin færni
og beitingu ósvífinna pólitískra meðala til að
vinna bug á þessum mótdrægu kringumstæð-
um og vinna í raun sigur í báðum deildum
þingsins. Sem stendur eru öll þrjú stjórnsýslu-
stig Bandaríkjanna í höndum hægri repúblikana
(en þeir eru raunar með örfáum undantekning-
um einu repúblikanarnir sem nú finnast).
íhaldsöflin munu halda áfram ákafri baráttu
sinni við að ná algerum yfirráðum í hinu póli-
tíska landslagi og til að koma á stefnu sinni
með skattívilnunum fyrir hina efnameiri (ásamt
því að umbuna sömu stéttum með umtalsverð-
um opinberum fjármunum), einkavæðingu og
niðurskurði í opinberum útgjöldum, strangri
stefnu í velferðarmálum og almennri skerðingu
á réttindum almennra borg-
ara, ásamt herskárri beit-
ingu herafla erlendis og
eyðileggingu á öllum al-
þjóðastofnunum sem sýna
minnstu tilburði til að ógna
allsherjaryfirráðum Banda-
ríkjanna. Kaldhæðnin er sú
að flest þessi mál eru óvin-
sæl meðal bandarísks al-
mennings, eins þótt hann
sé að verða æ óupplýstari
og verr að sér um stjórn-
mál. Engu að síður leiðir
samspil pólitískrar kænsku
íhaldsmanna, skeytingar-
leysis þeirra um viðteknar
hömlur á því hvernig stjórnmál eru ástunduð,
nánast algerlega misheppnaðrar viðleitni
demókrata í „stjórnarandstöðu" við að leggja
fram skýran valkost og vinna honum brautar-
gengi af þori og sannfæringu, og loks sífellt ein-
hæfari og íhaldssamari fjölmiðlar til þess að lík-
ur aukast sífellt á að almenningur muni halda
áfram að leggja sitt af mörkum við að vinna
gegn sínum eigin pólitísku hagsmunum. Ef við
þetta er svo bætt einu og einu vel tímasettu
stríði til viðbótar með tilheyrandi fánasveiflum
og lúðrablæstri og hvatningarhrópum fjölmiðla,
þá gætu nú hverjar kosningarnar af öðrum þok-
að Bandaríkjunum jafnvel enn lengra til hægri
en orðið er.
• • •
Þáttur fjölmiðla í þessari þróun veldur kannski
sérstökum kvíða. Bandarískir fjölmiðlar hafa
orðið æ einsleitari við eignarhald fáeinna risa-
samsteypna og auðjöfra í fjölmiðlaheiminum
eins og Roberts Murdochs. Og þar hafa íhalds-
söm stjórnmálaviðhorf líka orðið allsráðandi, oft
af naprasta toga. Spjallþættir í útvarpi sér í lagi
eru meira og minna undirlagðir af leikrænni
framsetningu íhaldsmanna eins og Rush
Limbaugh, Gordon Liddy, Michael Reagan og
þeirra nóta. Varla heyrast frjálslynd (hvað þá
vinstrisinnuð) sjónarmið á útvarpsrásunum
núna. í sjónvarpinu hefur eina klárlega íhalds-
sama sjónvarpsveldið - Fox í eigu Murdochs -
risið skjótt upp í efsta sæti hvað áhorf varðar,
um leið og það hamrar svo kaldhæðnislega á
því að vera minnst allra
stöðva litað af stjórnmála-
viðhorfum („Við segjum frá.
Þú tekur afstöðu" er helsta
slagorð þess). Og með
stríðinu í frak upphófst síðan
það ógeðuga sjónarspil að
hver sjónvarpsstöðin tróðst
fram fyrir aðra í ákafa sínum
að hylla ríkisstjórnina, til
þess að forðast ásakanir frá
hinum stöðvunum um skort
á föðurlandsást. Það sem
verra er, víða var greint frá
því að eitt stórveldi í rekstri
útvarpsstöðva, Clear Chann-
el, hefði beitt sér sérstak-
lega í því að skipuleggja stríðshvatningargöng-
ur í fjölmörgum borgum. Það er kannski ekki til-
viljun að umrætt fyrirtæki hefur komið að frum-
varpi um sérstaka reglugerðarbreytingu sem
liggur nú fyrir ríkisstjórninni sem myndi gera því
kleift að auka umfang starfsemi sinnar umtals-
vert, með stórauknum tekjumöguleikum.
Ef maður tengir nú saman hina íhaldssömu
stjórn á öllum stigum stjórnvaldsins, skortinn á
virkri stjórnarandstöðu, þögnina í undirgefnum
fjölmiðlunum, almenning sem er bæði óvirkur
og illa upplýstur, raunverulega ógn við öryggi
landsins utanfrá (og í raun árás), og svo vald-
beitingu utanlands í því skyni að ná sínu fram í
pólitíkinni innanlands, þá erum við komin
með stjórnmálaástand sem nálgast það sem
George Orwell lýsir í sínum bókum. Ástandið
er reyndar ekki orðið alveg svo slæmt í Banda-
ríkjunum nú. Ekki enn. En öflum yst til hægri
hefur nú í fjóra áratugi verið mikið niðri fyrir í
sókn sinni eftir því að ná stjórn landsins á sitt
vald (og svo meiru þegar henni væri náð) og
þau eru jafnvel enn ólíklegri til að láta staðar
numið nú þegar svo miklu hefur verið áorkað
nýlega. Þetta þýðir að hættuástand kann að
vera í uppsiglingu í bandarískum stjórnmálum,
sem fáir sjá nú fyrir. Þótt mál kunni þar að skip-
ast með ýmsum hætti, þá er líklegt að afleið-
... Þá gætu
nú hverjar
kosningarnar af
öðrum þokað Banda-
ríkjunum jafnvel enn
meira til hægri en
orðið er.