Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 59

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Blaðsíða 59
Stefán Snævarr Margir telja að þeir sem úthluta Nóbelsverðlaununum í hagfræði noti þau til að hafa áhrif á hag- þróun heimsins. Þannig hafi sú ákvörðun að veita frjálshyggjumanninum Friedrich von Hayek þessi verðlaun árið 1973 verið skilaboð um að nú skyldi markaðsvæða. Mér hefur flogið í hug að veiting verðlaunanna til Amyarta Sen árið 1998 og Joseph Stiglitz þremur árum síðar hafi verið skilaboð um hið gagnstæða. Stiglitz og Sen eru nefnilega litlir vinir frjálshyggju eins og lesendur munu sjá síðar í þessari grein. Alltént er blómaskeiði frjálshyggjunnar lokið í bili, nema náttúrulega í fimm- tugasta og fyrsta ríkinu, íslandi.' Barátta Attac-hreyfingarinnargegn hnattvæðingu hefur hleypt nýju lífi í vinstrimennsku um víða veröld, nema auðvitað á Fróni. Þess vegna er meira um gagnrýnis- lausa dýrkun á hnattvæðingu á íslandi en annars staðar á Vesturlöndum. Hyggst ég nú vega að þessari dýrkun og sýna fram á að hnattvæðingin sé ekki eins heilög og af er látið. Tekið skal skýrt fram að ég er ekki endilega fylgjandi Attac-mönnum, enda eru margir þeirra heldur langt til vinstri fyrir minn smekk. Ég er heldur ekki alfarið á móti hnattvæðingu, hún hefur sína kosti eins og geng- ur. Um leið hlýt ég að játa að ég er kannski ekki rétti maðurinn til að dæma hnattvæðinguna enda bara vesæll heimspekingur. Ég læt mér því aðallega nægja að rekja kenningar mér lærðari manna í hagfræði og skyldum greinum. Hefjum nú leikinn. Frjálshyggju-glóparnir sem hylla „glópa-líseringuna" telja sér trú um að andstæðingar hennar séu óvísindalegir einfeldningar. „Margur heldur mig sig", gæti breski heimspekingurinn John Dupré sagt. Að hans hyggju á dýrkun frjálshyggjumanna á TINU kerlingu sér rætur í oftrú á óprófanleg- um kenningum í hagfræði. Hann á við þær kenningar sem kveða á um að alfrjáls markaður á heimsvísu muni leiða til hagsældar.2 TINA er stytting á „There Is No Alternative ...", það er enginn annar kostur en frjáls markaður og hnattvæðing. Annaðhvort feta þjóðir þrönga stigu hnattvæðingarinnar með TINU sem kyndilbera eða þær verða að sætta sig við fátækt og eymd. Annaðhvort förum við sigurbraut sósíalismans eða villigötur villimennskunnar sagði hnattvæðingarsinninn Karl Marx. Kyndilberinn TINA er verndardýrlingur hnattvæðingarinnar og eru ekki allir sammála um helgi hennar. Villutrúarmenn eins og Attac-maðurinn Sean Healy segja að hagvöxtur hafi verið meiri víðast á jarðarkringlunni á árunum 1960-1980 en á skeiði hnattvæðingarinnar, 1980-2000.3 Aðrir villutrúarmenn telja að samleikur samtímans milli markaðsfrelsis og hnattvæðingar geti leitt til alvarlegrar efnahagskreppu. Einn þessara manna, hagfræðingurinn Daniel C. Korten, kveðursértil Er „TINA" flagð? Þankabrot um hnattvæðingu víggengis sjálfan Adam Smith. Smiðurinn hagi hafi haft lög að mæla er hann sagði að markað- urinn virkaði ekki nema til væri öflugt ríkisvald sem sæi um að „umferðarreglur" viðskiptanna væru virtar. Slíku valdi er ekki til að dreifa á hin- um alþjóðlega fjármálamarkaði, segir Korten. Ameríski fjármálaspekúlantinn George Soros tekur undir og bætir við að fái fjármálaspekúl- antar (!) að valsa frjálsir geti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir efnahagslíf heimsins (hann sagði nýlega að núverandi efnahagslægð væri fyrirboði þess sem koma skyldi). Því þurfi einhvers konar alþjóðlegt yfirvald sem geti stjórnað „umferð" fjárins á alþjóðamörkuðum.4 Korten hefur bætt við að einnig þurfi að styðja staðbundin markaðskerfi.5 Hægrimaðurinn Káre Willoch, hagfræðingur og fyrrum forsætisráðherra Noregs, er á líku róli og þeir félagar, Korten og Soros. Hann seg- ir að ein helsta veilan við hnattvæðingu sam- tímans sé sú að fyrirtækin þurfi ekki að greiða fyrir umhverfisspjöll sem hljótast af flutning- um. Þetta sé ekki aðeins skaðlegt umhverfinu heldur líka efnahagslífinu. Ástæðan sé sú að markaðurinn virki ekki almennilega nema selj- andi borgi allan kostnaðinn við að koma vöru sinni á framfæri. Núverandi skipan mála geri fyrirtækjum hagkvæmara að flytja vörur langar vegalengdir því þau þurfi ekki að borga mark- aðsverð fyrir flutningana. Þess vegna sé þessi skipan þjóðhagslega óhagkvæm og umhverf- inu hættuleg. I ofanálag hygli skipanin stórfyrir- tækjum sem hafa ráð á stórfelldum flutningum milli landa og leiði því til aukinnar samþjöpp- unnar auðmagns.6 Þjóðverjarnir Hans-Peter Martin og Harald Schumann gefa hnattvæðingunni á baukinn í bókinni Hnattvæðingargildran (Die Globalisier- ungsfálle). Þeir segja hnattvæðinguna leiða til þess að starfsfólk eigi allt undir fjölþjóðafyrir- tækjunum. Séu starfsmenn með múður hóti fyrirtækin einfaldlega að flytja starfsemi sína annað. Þannig hafi þýska fyrirtækinu Viessman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.06.2003)
https://timarit.is/issue/405421

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.06.2003)

Aðgerðir: