Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Qupperneq 45

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Qupperneq 45
Afganistan tmm bls. 43 Leiðtogar Ahmed Shah Massoud - leiðtogi Norður- bandalagsins, drepinn 2001. Stjórnaði Kabúl 1992-96. Gulbuddin Hekmatyar - stríðsherra og fyrrverandi forsætisráðherra. Pastúni og öfgatrúarmaður frá norðurhlutanum. Studdur af Bandaríkjunum og Pakistan. Meintur stríðsglæpamaður og náinn samstarfsmaður bin Ladens. Andstæð- ingur talibana en stuðningsmaður þeirra eftir árás Bandaríkjanna í október 2001 og hótar nú jihad gegn Bandaríkjunum. Abdul Rashid Dostum - uzbeki og stríðs- herra. Berst með hæstbjóðanda hverju sinni. Svikull og meintur stríðsglæpa- maður. Leiddi Norðurbandalagið, situr í stjórn landsins með velþóknun Vesturveld- anna og er yfirmaður hins nýja þjóðarhers. Abdul Ali Mazuri - leiðtogi hazara (lést í höndum talibana 1995). Burhanuddin Rabbani - skipaður forseti 1993. Tajíki, styrktur af íran eftir 1993. aprílbyltingin 1978, þar sem Daoud var myrtur, og innrás Sovétríkjanna ári seinna. Með henni nálguðust þau olíuríkin og flutningaleiðir í suðri. Stjórn skæruliða 1992-95/96 Bandaríkin hurfu á braut eftir fall Sovétríkjanna og létu þar með Pakistan, Sádi-Arabíu, íran, Indland, Rússland og Tyrkland eftir að berjast um áhrif í landinu auk fjölmargara hryðjuverka- hópa. Norðurbandalagið (tajikar, hazerar og uz- bekar) varð til á þessum tíma í andstöðu við talibana og grimmd hermanna þess var nær ólýsanleg. Leiðtogar þess voru Ahmed Shah Massoud og eftir dauða hans Burhanuddin Rabbani. Konum og stúlkubörnum var nauðg- að, þær neyddar í hjónabönd með óvinum og seldar sem herfang. Fyrmefndu ríkin komu tali- bönum til valda og íran studdi leiðtoga hazera og tajika. Grimmdarverk stjórnvalda í Kabúl urðu til þess að þau skorti lögmæti í augum íbú- anna. Talibanar náðu völdum í Kabúl í septem- ber 1996. Talibanar Talibanar eru afsprengi langvarandi stríðsátaka, „munaðarleysingjar stríðsins" eins og Ahmed Rashid nefnir þá. Þeir eru pastúnar frá norður- héruðunum, ungir drengir og menn, sem ólust upp í flóttamannabúðum í Balukistan og Pakist- Öfgatrúarmaður og leiðtogi stærsta flokks þeirra. Leiðtogi Norðurbandalags- ins og meintur stríðsglæpamaður. Ismael Khan - stríðsherra í Herat og studd- ur af l'ran. Bandamaður Dostum gegn talibönum. Úthrópaður af mannréttinda- samtökum en dásamaður af Bandaríkja- stjórn. Sima Samar- læknir og ráðherra málefna kvenna í bráðabirgðastjórn Karzais. Stofnaði sjúkrahús, heilsugæslustöðvar og skóla í Pakistan og Afganistan. Hrakin úr embætti. Meena - baráttukona og andstæðingur inn- rásar Sovétríkjanna. Stofnaði Byltingar- samtök afganskra kvenna (Rawa) árið 1977, sjúkrahús og vinnustaði fyrir flótta- konur í Afganistan og Pakistan. Myrt af leppstjórn Sovétríkjanna árið 1987. Hamid Karzai - forseti bráðabirgðastjórnar- innar, pastúni. Kallaður „borgarstjórinn í Kabúl". an. Þeir kynnust hvorki venjulegu lífi í þorpum og bæjum né lærðu þeir til nokkurra verka. Margir þeirra voru munaðarleysingjar og um- gengust ekki konur. Flestir gengu í trúarskóla (madrassas) afganskra múlla, þ.e. þeirra sem leiða bænirnar í moskunum eða trúarleiðtoga, þar sem fákunnandi „kennarar" mötuðu þá á eigin túlkunum á íslam og vöruðu þá síðast en ekki síst við konum. Margir aðrir madrassas voru reknir af öfgaflokkum í Pakistan en fjöldi þeirra mun vera um tíu þúsund. Það eina sem þessir ungu pastúnar kunnu var að fara með vopn.10 Þúsundir Pakistana og hundruðir Araba gengu í lið með talibönum. Pakistan og Sádi Arabía hafa fjármagnað starfsemi þeirra. Talibanar náðu nokkrum héruðum á sitt vald árið 1994 og í september 1996 náðu þeir Kab- úl. Fyrstu verk þeirra voru að ná stjórn á konun- um með dagskipun í nóvember það ár. Konum var bannað að fara út, tónlist mátti hvergi heyr- ast, bannað var að horfa á sjónvarp, dansa, leika sér með flugdreka og karlmönnum bann- að að skerða skegg, svo nokkur dæmi séu nefnd. Ofsóknir á hendur konum urðu enn alvarlegri þegar þeim var bannað að vinna en á þeim tíma báru um 100.000 ekkjur ábyrgð á fjölskyldum sínum. Menntakerfið hrundi en konur voru nær helmingur kennara. Eitt búddalíkneskjanna sem talibanar sprengdu í loft upp. Stjórnarháttum talibana er erfitt að lýsa með orðum en á fáeinum vikum tókst þeim að brjóta öll mannréttindi. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi talibana og öryggisráðið einnig en til lítils. Talibanar lögðu jarðsprengjur, eyðilögðu heimili og uppskeru og börðust með hermönnum á barnsaldri." Landsmenn bjuggu við .hrottafengnar pyntingar og harðræði og geigvænlegur ótti ríkti. Alþjóðasamfélagið vakn- aði upp við vondan draum þegar talibanarnir sprengdu búddalíkneskin í Bamiyan-héraði í loft upp í mars 2001. Tilurð hins herskáa íslams Eins og fram hefur komið ákváðu bandarísk stjórnvöld að efla andspyrnu gegn innrás Sovét- ríkjanna með öllum hugsanlegum ráðum. í ná- inni samvinnu við leyniþjónustu Pakistans, ISI, voru mestu öfgahópar múslima fjármagnaðir en litið fram hjá hófsamari öflum. Skæruliðarnir (mujahedin / hermenn guðs, sem heyja jihad / heilagt stríð), fengu um 3,3 milljarða dollara framlag frá Bandaríkjunum og um 4 milljarða
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.