Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Qupperneq 91

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Qupperneq 91
Bókmenntir Hann virðist hafa vaxið úr grasi með þá einkennilegu trú að tilfinningar hans og skynjun væri skör hærra sett en annarra manna og það er þetta sem verður vinnuspurning ævisögunnar: Hvað var það sem fékk Halldór Guðjónsson frá Laxnesi til að halda að hann gæti brotist út úr sínu litla og frumstæða samfélagi og sigrað heiminn með list sinni? Það er náttúrlega endalaus gáta hvers vegna Halldór Laxness barðist við að verða heimsfrægur rithöfundur alla sína ævi og tókst það. Það er Halldóri Guð- mundssyni til mikils hróss í þessari bók að hann hallar sér hvergi að ódýrum lausnum en leggur okkur víða upp í hendurnar miklar upplýsingar til þess að íhuga einmitt þetta: Hvar skilur milli feigs og ófeigs á leiðinni til heimsfrægðar? Sá trúaði og róttæki Annar meginþáttur þessarar ævisögu finnst mér liggja í trú og róttækni Hall- dórs Laxness. Hann varð kaþólskari en páfinn uns hann hætti því og varð róttækari en Lenín. Svo skrifaði hann um villuráf kommúnista og varð taóisti í góðum og kurteisum selskap hægri manna. Hann virðist hafa nærst á því að tileinka sér stefnur og hætti tuttugustu aldar manna og hafna þeim síðan aftur. Fræg urðu tilsvör hans þegar hann var spurður að því hvort hann hefði svikið æskuhugsjónir sínir og hann kvaðst vona það og ekki vilja ganga „með steinbarn í maganum.“ Væntanlega er jákvætt og eðlilegt að skilja þennan feril sem sannleiksleit. Þegar stefnan eða trúin er orðin að steinbarni er varla von á að nokkuð fæðist lengur og þá er að leita að nýjum innblæstri. í túlkun hægri manna varð þetta þannig að hægri stefnan á efri árum Halldórs hefði verið sá endanlegi sannleikur sem hann fann og þeir hafa spurt undrandi hvers vegna hann hafi ekki séð þetta strax en það er að sjálfsögðu ónýt spurning. Sé sterk þrá hins unga Laxness skilin sem hvatinn að trú hans og róttækni, hvort sem hún er kölluð leit að sannleika eða „vilji til valda“ að hætti Nietzche, þá fellur það prýðilega saman. Hann leitar einfaldlega í þá sem gera mest úr sínum sann- leika á hverjum tíma og þetta er ekki fullyrðing frá ævisagnaritaranum heldur túlkun á þessari ævisögu. Eins og Halldór Guðmundsson leiðir rök að missti Laxness trúna á guð og félagslegar umbætur og endaði á taóisma sem þó stóð ekki í vegi fyrir því að hann berðist fyrir ritverkum sínum og reyndi að koma þeim áfram eins og til dæmis sést á því hve mikið hann lagði á sig til þess að koma leikritum sínum á svið á sjöunda áratugnum. Sá kafli er um margt dapurlegasti hluti ævisögunnar. Það er ekki skemmtileg lesning að fylgja útgáfusamningasögu og þýðendaraunum Halldórs eftir Nóbelsverðlaunin þó að hvort tveggja sé for- senda frægðar hans. Það er heldur ekki skemmtilegt að lesa um þær byrðar sem hann lagði á Auði, konu sína, sem er aðdáunarverð hetja í þessari sögu. I því sem að henni snýr stillir Halldór Guðmundsson sig um siðferðispredikanir en upplýsingar hans gera lesanda kleift að draga ályktanir um það á hve traustum öxlum mikilmenni þarf að standa til að sjást úr öllum áttum. Hvort brást Halldór trúnni og vinstri stefnunni eða þær honum? Það skipt- TMM 2005 • 3 89
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.