Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Page 101

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Page 101
Bókmenntir bókinni heldur forseti íslands ræðu erlendis um bisnessmennina í föruneyti sínu með vísunum til víkingaaldar, 1. kafli kallast „Ný víkingaöld“ og aðal- löggan heitir Víkingur, svo nokkur dæmi séu nefnd. Þess er gætt rækilega að hugmyndin fari ekki fram hjá lesendum, þeir eru t.d. mataðir vandlega á henni þegar lögreglufulltrúinn Randver ákveður að yfirgefa „hina kátu víkinga um stund og hringja í Víking“, og svo alveg öruggt sé að orðaleikurinn fari ekki fram hjá fólki er því bætt við að honum finnist þetta „skondin tilhugsun“ (15). Lesendum er ekki alltaf treyst til að draga ályktanir í þessari bók og textinn líður nokkuð fyrir ofútskýringar af þessu tagi, stórar sem smáar. Sama má segja um fræðslukafla sem fléttast ekki alltaf vel saman við frásögnina, sem dæmi má nefna fræðslu um fingrafararannsóknir (277-278), og samtal um psýkópata (19-21) sem á greinilega að skírskota til allra sviða bókarinnar. Köfl- unum fylgir eiginlega ósýnilegt skilti: „Varúð - mikilvæg uppfræðsla.“ í bókinni eru ýmsar skondnar senur, t.d. er vandræðagangurinn í mörgum persónum oft spaugilegur, en heildaruppbyggingin er laus í reipunum án þess að með því sé sjáanlegur tilgangur. Framan af er þjóðfélagslega skáldsagan ráð- andi og farið er um víðan völl til að draga upp hliðstæður og andstæður milli smákrimma og stórlaxa. I seinni hlutanum er skipt yfir í glæpasöguna þar sem rannsókn lögreglunnar hefur mikið vægi og undir lokin kemur sena af ætt has- arbíómynda eins og þruma úr heiðskíru lofti. Þetta kemur út eins og erfitt hafi reynst að ákveða hvernig bók ætti að skrifa. Heildarmyndin er ófullnægjandi auk þess sem lausn morðgátunnar er ekki í miklum tengslum við það sem á undan er komið. Auðvitað er hægt að skrifa góða krimma þar sem viðmiðum um hnitmiðaða og snyrtilega uppbyggingu er gefið langt nef. En ef ætlunin er að hunsa slík viðmið þarf viðkomandi bók helst að búa yfir nægum kostum til að vega upp á móti. Þótt gaman megi hafa af ýmsum lýsingum á persónum og atburðum í Dauðans óvissa tíma dugar það ekki til. Ekki bætir úr skák að talað mál í bókinni er meingallað, m.a. er mikið um langar einræður. Óvíst er þó að betri útkoma hefði fengist með því að brjóta einræðurnar meira upp því að sam- tölin eru aldrei sérlega lipur. Þau virðast kannski eðlileg á pappírnum en um leið og reynt er að láta þau passa upp í munninn á fólki og ímynda sér að fólk heyrist segja setningarnar kviknar á viðvörunarljósunum. Tilraunir til að búa til kæruleysislegt yfirbragð heppnast t.d. ekki vel. Sem dæmi má nefna setning- una: „eins og tveir fucking Pallar aleinir í heimi lystisemda“ (173). Einstaka enskusletta dugar ekki til að búa til talmál. Tungumál er ekki bara stök orð heldur miklu fremur hvernig þeim er raðað saman. Tilgangurinn með nákvæmum hliðstæðum sumra sögupersóna við kunna menn í þjóðfélaginu er nokkur ráðgáta. Lykilsögur hafa löngum verið notaðar til að koma á framfæri gagnrýni, en hvað er gagnrýnt hér? Þráinn Bertelsson staðhæfði í viðtölum að bókin snerist ekki um persónurnar sem þekkja má sem fyrirmyndir og sagði t.d. „Björgólfur [Guðmundsson] er ekki í minni bók“.8 í öðru viðtali fullyrti hann: „persónur sögunnar eru mitt sköpunarverk" en í sömu andrá sagðist hann telja sig hafa „fullt veiðileyfi á hina opinberu persónu TMM 2005 • 3 99
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.