Milli mála - 2018, Blaðsíða 13
ERLA ERLENDSDÓTTIR
Milli mála 10/2018 13
Erla Erlendsdóttir
Háskóli Íslands
Avókadó og maís
Orð með rætur í frumbyggjamálum
spænsku Ameríku
1. Inngangur
Segja má að landafundir Spánverja á 15. og 16. öld hafi að mörgu leyti markað tímamót í mataræði Evrópubúa. Frá nýfundinni
veröld bárust alls kyns ávextir, rótarhnýði, korn og kryddjurtir,
nytjajurtir sem í þá tíð voru með öllu óþekktar í Gamla heiminum.
Meðal þeirra voru til að mynda avókadó, maís, kartöflur og tómatar,
ásamt papaja, gvava, chilipipar, kakó og súkkulaði.
Þegar Kristófer Kólumbus sneri heim til Spánar frá nýfundnum
eyjum í Karíbahafi árið 1493 hafði hann ýmsar jurtir með í far-
teskinu, meðal annars maís og tóbak.1 Á fyrri hluta 16. aldar komu
spænskir sæfarar og landafundamenn með tómata, avókadó, chili-
pipar, kakó og súkkulaði frá Mexíkó. Rösklega áratug síðar kynntust
Spánverjar kartöflurækt í ríki Inkanna í Andesfjöllum og höfðu
rótarhnýðið með sér til Evrópu.2
Í spænsku voru ekki til orð yfir allt hið nýja sem bar fyrir augu
aðkomumanna á framandi slóðum. Til að byrja með brugðu þeir á
það ráð að grípa til orða úr eigin tungumáli og var maís til dæmis
1 Cristóbal Colón, Los cuatro viajes. Testamento, ritstj. Consuelo Varela, Madrid: Alianza Editorial,
1996, bls. 234.
2 Manuel Lobo Cabrera og Fernando Bruquetas de Castro, “La papa: el verdadero tesoro de los Incas”,
Documentos del archivo histórico provincial de Las Palmas, Las Palmas: Archivo Histórico Provincial de
Las Palmas, 2015, http://www.gobiernodecanarias.org/opencms8/export/sites/cultura/archivolas-
palmas/.content/actualidad/masinfo/La_papax_el_verdadero_tesoro_de_los_Incas.pdf [sótt 15.
desember 2018].