Milli mála - 2018, Blaðsíða 172

Milli mála - 2018, Blaðsíða 172
REKKJUVOÐ JARÐAR 172 Milli mála 10/2018 sláttuvélina. Garðyrkjumaðurinn sveif hátíðlega frá einni plöntu til annarrar eins og hann væri hluti af glæstu föruneyti, og bandaði burt skordýrunum. Hann var sífellt með handleggina sveigða, eins og þeim væri íþyngt af ósýnilegri vatnsslöngu, ljá, hlújárni eða hrífu, jafnvel þegar hann tók sér hlé. Af honum lagði megna lykt af þurrkuðum laufum og rakri mold. Á lífstíð sinni hafði hann gróðursett þúsundir trjáa af mis- munandi tegundum. Hann hafði starfað á eyjunum í Paraná-fljótinu, einnig í grennd við Tandil-héraðið, á Pampa-sléttunum, sömu- leiðis á svæðunum suður af Río Negro og norður af Iguazú, alltaf með sama fataböggulinn og sömu eiginkonuna með óljósu and- litsdrættina. Sömu vinnusömu, barnlausu konuna. Hann angaði af skrælnuðum laufum og rakri mold, einkum og sér í lagi þegar hann þerraði af sér svitann með stórum silkivasaklút sem á voru fjólubláar og grænar rendur. Hann bjó innst í garðinum í örlitlu húsi sem var ekki nema eitt herbergi. Garðyrkjumaðurinn rótaði til í moldinni með stórri skóflu, muldi síðan kögglana þar til moldin varð silkimjúk og meðfærileg. Hendur hans voru orðnar svo nátengdar jarðveginum að hann átti erfitt með að reyta illgresið. Engu var líkara en að hann væri að gróðursetja þær hægt og bítandi í hvert sinn sem hann snerti jarð- veginn. Á höndunum voru mörg lög af nokkurs konar dökku hýði, eins og á blómlaukum sem þrífast aðeins í jarðvegi eða í vatnsglasi. Þess vegna forðaðist hann að þvo sér um hendurnar með vatni og strauk þeim í staðinn eftir grasinu. Þess vegna hafði hann lengi forðast eins og hægt var að stinga höndunum of langt ofan í jarð- veginn og því notaði hann hníf með oddhvössu og þunnu blaði til að rífa upp illgresið. En þennan dag hafði hann lagt hnífinn frá sér í ógáti eða í flýti og stakk hendinni djúpt í moldina til að ná upp plöntu sem var ofaukið. Þarna innst í garðinum, þar sem hann kraup á hnjánum, reyndi hann í örvæntingu að rífa upp plöntuna og síðan höndina. En þá heyrðist fótatak nálgast og steinvölurnar tóku undir. Höndin vildi ekki upp úr jörðinni. Hann leit upp og mætti sérstöku brosinu sem var á andliti hennar þegar hún var að skera blómin. Hann heyrði hana segja: „Ég er alveg í skýjunum. Það hafa aldrei verið svona mörg blóm hjá mér.“ Hún tók hattinn ofan með vinstri hendinni og þakkaði fyrir í þrígang, af mikilli virðingu eins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182

x

Milli mála

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.