Milli mála - 2018, Blaðsíða 89

Milli mála - 2018, Blaðsíða 89
MILLI MÁLA Milli mála 10/2018 89 Marion Lerner Háskóli Íslands Nærvera og túlkun þýðandans Notkun hliðartexta í þýskri þýðingu á Pilti og stúlku eftir Josef C. Poestion 1. Inngangur Árið 1883 kom Piltur og stúlka eftir Jón Thoroddsen í fyrsta sinn út í þýskri þýðingu. Hún bar heitið Jüngling und Mädchen og var gefin út af forlagi Óskars Parrisiusar í Berlín og Leipzig.1 Þýðandi sögunnar var austurríski textafræðingurinn og Íslandsfræðingurinn Jósef Calasanz Poestion (1853–1922). Þýðingin var endurbætt og endurútgefin strax árið 1884 hjá hinu þekkta Philipp Reclam- forlagi í Leipzig og hefur þar komið út í þremur útgáfum, síðast í kringum 1900.2 1 Jón Thórdarson Thóroddsen, Jüngling und Mädchen. Eine Erzählung aus dem isländischen Volksleben der Gegenwart, þýð. Jos. Cal. Poestion, Berlin og Leipzig: Verlag Oscar Parrisius, 1883. 2 Jón Thórdarson Thóroddsen, Jüngling und Mädchen. Eine Erzählung, þýð. J.C. Poestion, Leipzig: Verlag Philipp Reclam jun., 1884–1900. Bækurnar í ritröðinni „Reclams Universal-Biblitohek“ eru án ártals og því eru birtingarár útgáfn- anna nokkuð á reiki. Þannig gefa ríkisbókasöfnin í Þýskalandi og Austurríki sem og íslenska Þjóðarbókhlaðan ýmist upp mismunandi ár allt frá 1883 til 1902 eða útgáfurnar eru án ártals. Þar sem ártalið hjá forlaginu Parrisius er staðfest, mun elsta Reclam-útgáfan varla hafa verið frá sama ári eða 1883. Á útgáfulista Reclam-forlagsins frá 1884 er Jüngling und Mädchen hins vegar nefnd sem númer 2226 og 2227. Ljóst er að samtals komu út þrjár útgáfur hjá Reclam. Íslenska leitar- vélin leitir.is gefur upp árin 1886, 1887 og 1888 fyrir þessar þrjár útgáfur. Poestion sjálfur nefnir í einum inngangstexta að um fjórðu útgáfuna sé að ræða. Í sömu bók vísar hann í önnur eigin rit með útgáfuári 1900. Fjórða útgáfan getur því ekki verið eldri en frá 1900 þó að leitir.is nefni ártalið 1888 og í skránni í Berlín komi fram árið 1895 en í München 1890. Í Þjóðarbókhlöðunni hafa auk hæpinnar skráningar orðið þau mistök að titilblað annarrar útgáfu var límt framan á þá fjórðu sem kemur í ljós þegar nefndur inngangstexti eftir Poestion er skoðaður í sama eintaki. Þar sem á titilblaði Reclam-útgáfnanna kemur fram „zweite, revidierte Auflage“ (önnur, endur- skoðuð útgáfa), „dritte, durchgesehene Auflage“ (þriðja, yfirfarin útgáfa) og „vierte, durchgesehene Auflage“ (fjórða, yfirfarin útgáfa), má gera ráð fyrir því að umfangsmestu endurbæturnar megi finna í 2. útgáfu, sem er sú fyrsta sem kom út hjá Reclam, en minni endurbætur í 3. og 4. sem einnig komu út hjá Reclam.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182

x

Milli mála

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.