Milli mála - 2018, Blaðsíða 99
MARION LERNER
Milli mála 10/2018 99
ritdómar, viðtöl, greinarskrif höfundar eða annarra um þær o.s.frv.
til fjærtexta verkanna eða ekki?
Í næstu köflum verða þeir hliðartextar sem fyrirfinnast í Jüngling
und Mädchen ræddir með vísan í Genette. Einnig verða aðrar
þýðingar Poestions hafðar til hliðsjónar og mat lagt á það menn-
ingarlega samhengi sem þær birtust í og hugsanlegt samspil þeirra
á milli sem og annarra skrifa eftir Poestion.
5. Titill og tileinkun
Auk þeirra upplýsinga sem núorðið eru staðlaðar – um forlag,
útgáfustað og -ár og eftir atvikum um hvaða prentun eða útgáfu sé
að ræða (e.t.v. endurbætta, yfirfarna, aukna) – hefur titilsíða ýmsar
viðbótarupplýsingar að geyma, sem geta haft áhrif á viðtökur bókar.
Gérard Genette gengur út frá því að texti bókar beinist að lesendum
en titill hennar að almenningi.36 Almenningur (þ. Publikum) er víð-
tækari heldur en lesendahópurinn. Hann er skilgreindur sem stór
hópur fólks sem mun ekki endilega lesa textann né er ætlað að lesa
hann, en á hlutdeild í viðtökum hans með því að koma að dreifingu
hans, útbreiðslu, sölu o.s.frv.
Upprunalegu íslensku útgáfurnar af Pilti og stúlku hafa bein-
skeyttan titil: „Piltur og stúlka. Dálítil frásaga eftir Jón Þórðarson
Thoroddsen“. Hér kemur fram heiti verksins, hógvær tilraun til
flokkunar eftir bókmenntagreinum og nafn höfundar. Þýsku út-
gáfurnar eru mun ítarlegri og meiri auglýsingablær á þeim. Á titil-
síðu frá 1883 segir: „Jüngling und Mädchen./ Eine Erzählung/ aus
dem/ isländischen Volksleben der Gegenwart/ von/ Jón Thórdarson
Thóroddsen. Aus dem Isländischen übersetzt und mit einer
Einleitung/ und Anmerkungen über Land und Leute versehen/ von/
Jos. Cal. Poestion“.37 (Piltur og stúlka./ Frásögn/ úr/ íslensku þjóð-
lífi samtímans/ eftir/ Jón Thórdarson Thóroddsen. Þýdd úr íslensku
og með inngangi/ og athugasemdum um land og þjóð/ eftir/ Jos.
Cal. Poestion.) Hér höfum við titilinn, sem er þýddur orð fyrir
orð, auk nafns höfundar og flokkunar á verkinu sem er sett fram af
36 Genette, Paratexte, 2016, bls. 77.
37 Jüngling und Mädchen, 1883.