Milli mála - 2018, Blaðsíða 139
MILLI MÁLA
Milli mála 10/2018 139
Aleksander Púshkín
Stöðvarstjórinn1
Kammerskrifari á póststöðinni,
einvaldur í höllu sinni2
Vjazemskí fursti
Hver hefur ekki formælt stöðvarstjórum eða rifist við þá? Hver hefur ekki í bræðiskasti heimtað af þeim þessa bölvuðu bók
og skrifað í hana tilgangslausa kvörtun vegna yfirgangs, rudda-
skapar og ósanngirni? Hver hefur ekki sett þá á bás með úrhrökum
mannkyns, svipuðum hinum gömlu miðaldaskriffinnum eða í það
minnsta ræningjunum frá Múrom?3 Við skulum þó gæta sanngirni,
reyna að setja okkur í spor þeirra, og þá verðum við ef til vill tals-
vert mildari í dómum okkar. Hvað er stöðvarstjóri? Raunverulegur
píslarvottur í fjórtánda þrepi Virðingarstigans sem verndar hann
eingöngu fyrir barsmíðum, en dugar þó ekki alltaf til (ég höfða
til samvisku lesenda minna). Hverjar eru skyldur þessa einvalds,
eins og Vjazemskí kallar hann í glensi? Er starf hans ekki sann-
1 Þýtt eftir texta í: A. C. Пушкин, Полное собрание сочинений в десяти томах, 3. útg., 6.
bindi, Moskva: Наука, 1964, bls. 129–144.
2 Kammerskrifari er embættismaður í 14. og neðsta þrepi Virðingarstigans – embættismannakerfi
sem Pétur I. kom á fót 1722. Stöðvarstjóri, eins og sá sem hér verður sagt frá, er í 14. þrepi og
hefur kammerskrifaratign. Pjotr Andrejevítsj Vjazemskí (1792–1878) fursti var ljóðskáld og góð-
vinur Púshkíns. Hér snýr Púshkín örlítið út úr ljóðlínum vinar síns í ljóðinu „Станция“
(„Stöðin“) til að koma að orðinu „kammerskrifari“.
3 Vísað er til embættismannastéttar, podjatsjíí (rússn. подьячий), frá tímum Moskvu-Rússlands,
sem var þekkt fyrir mútuþægni og óheiðarleika. Múrom er bær við bakka Ok-árinnar, eitt elsta
þéttbýli í Rússlandi og heimabær aðalpersónu rússneskra kappakvæða, sem kölluð eru bílínur
(rússn. былины), Ílja Múromets, eða Ílja frá Múrom. Í skógunum þar um kring höfðust fyrr á
öldum við bófaflokkar. Skýringar eru að mestu gerðar eftir А. С. Пушкин, Повести покойного
Ивана Петровича Белкина. A. S. Pushkin, Tales of the late Ivan Petrovich Belkin, ritstjóri og höf-
undur inngangs, eftirmála, skýringa og orðabókar, Norman Henley, Letchworth, Hertfordshire:
Bradda Books Ltd., 1965, bls. 116–117.