Milli mála - 2018, Blaðsíða 96

Milli mála - 2018, Blaðsíða 96
NÆRVERA OG TÚLKUN ÞÝÐANDANS 96 Milli mála 10/2018 þýðingadagbóka og neðan- og aftanmálsgreina.25 Markmiðið var að beina athygli að þýðingarferlinu og þar með að vinnu kven- þýðandans og hlutverki hennar sem virks geranda. Sú þýðingafræðilega orðræða sem hér er vísað til í mjög stuttu máli hófst löngu eftir tíð Poestions. Þrátt fyrir það vekur hún eftir- tekt greinandans. Það er tvímælalaust athyglisvert að austurríski þýðandinn skuli hafa notað eins marga hliðartexta þegar hann þýddi úr íslensku og raun ber vitni. Því verður að spyrja hvert markmið hans var með þessum textum og að hve miklu leyti þeir mótuðu þýðingar hans og stýrðu hugsanlega viðtökum á þeim í ákveðna átt. 4. Hliðartextar og þýðingar Gérard Genette er höfundur eins mikilvægasta verks sem skrifað hefur verið um hliðartexta. Bók hans kom fyrst út á frönsku árið 1987 og bar titilinn Seuils, en fékk heitið Paratexts. Thresholds of Interpretion á ensku og Paratexte. Das Buch vom Beiwerk des Buches á þýsku.26 Hún hefur ekki verið þýdd á íslensku. Greinilegt er að ákveðin tilfærsla hefur átt sér stað við þýðingu bókarinnar á þýsku og ensku, sem viðbættir undirtitlar gefa ekki síst til kynna. Í enska undirtitlinum er hugmyndin um þröskuld í forgrunni, þ.e. sá þröskuldur að megintextanum sem hliðartextar mynda, en í þeim þýska er sjónum beint að hliðartextum sem „hjáverkum“ (þ. Beiwerk) sem er bætt við megintextann. Hugtakið hjáverk gerir lesandann meðvitaðan um þann sem vinnur þetta verk og um það að hjáverkið standi til hliðar við megintextann eða fylgi honum. Hugtakið er svo notað gegnumgangandi sem ýtir undir þessa nálgun eða beinir athygli að þeim sem semur hliðartextana og ákveður að bæta þeim við. Þegar Genette setti fram hugleiðingar sínar um hliðartexta tengdi hann þær að mjög litlu leyti við þýðingar. Í riti sínu nefnir hann þýðingar aðeins í framhjáhlaupi í örfáum athugasemdum, t.d. sem tækifæri til að koma fyrir síðbúnum formála eða tileinkun af 25 Sherry Simon, Gender in Translation: Cultural Identity and the Politics of Transmission, London og New York: Routledge, 1996. 26 Gérard Genette, Seuils, París: Seuils, 1987; sami, Paratexts: Thresholds of Interpretation, þýð. Jane E. Lewin, Cambridge University Press, 2001; sami, Paratexte. Das Buch vom Beiwerk des Buches, þýð. Dieter Hornig, Frankfurt/M.: Suhrkamp Verlag, 2016.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182

x

Milli mála

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.