Milli mála - 2018, Blaðsíða 102
NÆRVERA OG TÚLKUN ÞÝÐANDANS
102 Milli mála 10/2018
þá vegu að Poestion geri íslensku þjóðina að ábyrgðarmanni sínum.
Heilt á litið má segja að tileinkanir Poestions þjóni þeim tilgangi
að draga fram hæfni þýðandans og átorítet.
6. Formáli og inngangur
Í útgefnum verkum sínum notast Poestion gjarnan við inngangs-
texta og þá jafnvel fleiri en einn, þ.e. formála og inngang, í sömu
bók. Um leið eru þessir textar áberandi umfangsmiklir og yfir-
leitt undirritaðir af þýðandanum, sumir jafnvel með stað og dag-
setningu.45 Genette túlkar nærveru fleiri en eins texta af þessum
toga sem birtingarmynd kennaralegrar afstöðu höfundar.46 Erfitt er
að gera skýran eðlismun á formála og inngangi. Þar sem Poestion
notast við hvort tveggja nýtir hann formálann til að gera grein
fyrir útgáfunni sem um ræðir, skilgreina markmiðin að baki henni,
ræða þýðingarvinnuna o.þ.h. og til að miðla upplýsingum um
frumhöfundinn. Í þessum tilvikum þjónar inngangurinn þeim til-
gangi að miðla ítarlegum bókmennta- eða menningarsögulegum
eða landfræðilegum skýringum. Ef aðeins annar textanna er til
staðar, líkt og í Jüngling und Mädchen, blandast þessir þættir saman
og ákvörðunin um að kalla textann formála eða inngang virðist
varla skipta neinu máli. Formálar og inngangar eru þess eðlis að
vera ætlaðir til lesturs á undan megintextanum. Þó er það algengt
að höfundar reikna ekki endilega með því að svo sé og gera frekar
ráð fyrir því að þeir verði lesnir eftir á eða alls ekki. Poestion gekk
augljóslega út frá því að lesendur hefðu mikinn áhuga á þessum
textum, og lagði í þá mikla vinnu.
Hliðartextar geta verið gjöfular heimildir fyrir þýðingafræði-
legar greiningar, enda hafa þeir oftar en ekki að geyma upplýsingar
um ásetning og aðferðir þýðandans en jafnframt um misræmi í
þeim. Sherry Simon minnir greinendur á að hafa sögulega sam-
hengið í huga, enda hafa orðræður í formálum tekið breytingum
í tímans rás.47 Tilvist formála túlkar hún sem merki um að nær-
45 Isländische Märchen, 1884, bls. XXII.
46 Genette, Paratexte, 2016, bls. 138.
47 Sherry Simon, „Translating the Will to Knowledge: Prefaces and Canadian Literary Politics“,
Translation, History and Culture, ritstj. Susan Bassnett og Andre Lefevere, London: Cassell, bls.
110–117.