Milli mála - 2018, Blaðsíða 79
GUÐRÚN KRISTINSDÓTTIR-URFALINO
Milli mála 10/2018 79
Odéon-leikhúsinu og í Comédie française sem lögðu megináherslu á
samfélagslega gagnrýni. Þá hafði hann haft til hliðsjónar ráð franska
leikstjórans Louis Jouvet sem birtust í riti frá árinu 1940:
Daginn sem Tartuffe verður aftur settur á fjalirnar, þarf að finna
sjarmerandi ungan mann, ógnvekjandi og mjög vel gefinn. Áhorfendur
verða að finna þegar í upphafi að um sé að ræða hættulegan einstakling
en þeir mega ekki leggja á hann hatur. Hann er hins vegar hlaðinn
hatri í öllum uppsetningum á Tartuffe. Nei. Hann er sjarmerandi, ógn-
vekjandi.54
Í túlkun Lamberts er Tartuffe af lægri stigum en fjölskylda Orgons
og því er aðaldrifkraftur hans metnaður til þess að komast ofar í
samfélagsstiganum.
Í september 2018 frumsýndi Royal Shakespeare Company nýja
útgáfu Anils Gupta og Richards Pinto í Swan Theatre í Stratford-
upon-Avon. Heimili Orgons er nú í úthverfi Birmingham og fjöl-
skyldan bresk-pakistönsk sem hefur tekið upp vestræna siði. En
með hrifningu Orgons á Tartuffe ákveður hann að héðan í frá skuli
fjölskyldan lifa eins og „sannir múslímar“. Ólíkt því sem var í upp-
setningu Mnouchkine er Tartuffe Royal Shakespeare Company ekki
ofstækisfullur í trú sinni heldur svindlari. Í viðtali við Financial
Times sögðu leikstjórarnir að gamanleikurinn væri varnaðarorð gegn
alls kyns svikahröppum sem væru á hverju strái, allt frá pólitískum
lýðskrumurum til falsfréttamiðla: „Ég sé Tartuffa út um allt. Það er
sannarlega enginn hörgull á loddurum um þessar mundir.“55
Í Tartuffe beindi Molière spjótum sínum að blekkingarmætti hræsni
og eldfimu samspili ofstækis og einmanaleika. Eins og fram kemur
að ofan, varpa leikstjórar samtímans hver fram sínum svörum sem
þeir finna í öfgatrú, tómhyggju og einsemd, í samfélagslegri upp-
lausn og leit fólks að andlegum verðmætum á tímum eftirsannleika.
54 Fabienne Darge, „Tartuffe, un « gueux » dans une famille bourgeoise“, Le Monde, 12. mars 2015,
https://www.lemonde.fr/scenes/article/2015/03/12/la-revanche-sociale-de-tartuffe_4592510_
1654999.html [sótt 3. október 2018].
55 Andrew Dickson, „Molière’s Tartuffe in a new incarnation at the RSC“, Financial Times, 3. ágúst
2018, https://www.ft.com/content/fc17b360-93eb-11e8-95f8-8640db9060a7 [sótt 5. nóvember
2018].