Milli mála - 2018, Blaðsíða 27
ERLA ERLENDSDÓTTIR
Milli mála 10/2018 27
dæmið um hann er frá byrjun 19. aldar.91 Í lokin má geta þess að
orðið hefur aðlagast viðtökumálinu bæði hljóðfræði- og beygingar-
fræðilega,92 og hafa allmörg samsett orð verið smíðuð þar sem
majs myndar annan liðinn, svo sem majsdyrkning ,maísrækt‘, majs-
brændevin ,maísbrennivín‘, majskolbe ,maískólfur‘, majskorn ,maís-
korn‘ og majsgul ,maísgulur‘.93
Í sænsku er maíss fyrst getið í textum frá 17. öld, til dæmis
bréfum, ritum um landbúnað og ýmsum skrifum í Nýju Svíþjóð,
nýlendu Svía á austurströnd Bandaríkjanna.94 Í fyrstu voru orðasam-
böndin indisk korn, indianisk korn, välsk korn, indiskt vete, indiansk vete
og fleiri notuð í sænsku til að nefna jurtina. Elsta ritdæmið er frá
1640 en þá kemur orðið fyrir í bréfum og skrifum kansellíráðsins
Axels Oxenstierna með rithættinum macis. Á tímabilinu frá 164495
til 1786 birtist orðið í ýmsum ritum með mismunandi rithætti eins
og venja er um orð sem ekki hafa aðlagast viðtökumálinu. Má þar
nefna magis, maiis, maijs og maijss og merkingin er almennt ‚plantan
Zea mays‘. Ennfremur eru mais og mays orðmyndir sem koma fyrir
í ýmsum sænskum textum frá 1671 og fram á 19. öld. Í dag er
ritháttur orðsins majs og hefur verið allar götur frá 1806.96 Orðið
hefur aðlagast sænsku málkerfi97 og því til vitnis eru meðal annars
mýmörg samsett orð í málinu þar sem tökuorðið er fyrri liðurinn.
Sem dæmi má nefna: majsbrännvin ,maísbrennivín‘, majsgröt ,maís-
grautur‘, majskaka ,maískaka‘, majskolv ,maískólfur‘, majsmjöl ,maís-
mjöl‘, majssocker ,maíssykur‘ og majsvete ,maíshveiti‘.98
Í Noregi kemur heitið yfir korntegundina fyrir í bók um land-
búnað frá 1776 en þar stendur skrifað „mais eller tyrkisk hvete“.99
91 ODS, s. v. majs.
92 Sjá DDO, s. v. majs: orðið er í óákveðnum hætti eintölu en majs, í ákveðnum hætti eintölu majsen,
í fleirtölu óákveðnum hætti majs og í ákveðnum hætti majsene.
93 Sjá til dæmis ODS og DDO, s. v. majs.
94 Nya Sverige var á svæði þar sem Delaware, Pennsylvania, New Jersey og Maryland eru í dag.
95 Árið 1644 kemur orðið fyrir í skýrslu Johans Printz, ríkisstjóra sænsku nýlendunnar í Ameríku.
SAOB, s. v. majs.
96 SAOB.
97 Orðið er í eintölu óákveðnum hætti en majs og í ákveðnum hætti majsene. Það er ekki til í fleirtölu. SO.
98 SAOB.
99 Anders Christensen, „Nissen om humledyrkning“, http://anders.geekhouse.no/blog/2015/12/index.
html. Martinus Nissen, Theoretiske og practiske Underrætninger om Agerdyrkningen med meere, som Til
Landvæsenet henhører, Deels ag de bæste Autores utdragne og deels ved lang Øvelse samlede og førsøgte, bestaaende
af 28 Kapitler, Sammenskrevne og til Trykken befordrede til Landmandens Nytte ved Martinus Nissen,