Milli mála - 2018, Blaðsíða 19
ERLA ERLENDSDÓTTIR
Milli mála 10/2018 19
breyst fyrir áhrif frá orðinu abogado, sem í spænsku merkir ,lög-
fræðingur‘.25 Svipaðri skýringu bregður fyrir í verkum orðfræðinga
víða í Evrópu.26 Enskir orðfræðingar telja orðið komið inn í málið í
gegnum spænsku, „avocado, advocate, substituted by ̒ popular etymo-
logyʼ for the Aztec ahuacatl“ og benda jafnframt á að „a nearer form
in Sp. is aguacate F. aguacat and avocat, in Eng. also avigato and, cor-
ruptly, alligator (pear)“.27 Í enskum texta frá 1676 er avókadó kallað
Spanish Pear en þegar líður að aldarlokum koma fyrir orðmyndir
eins og albacato, avacado og avacado pear (1696). Í reisubók Williams
Dampier, A New Voyage Around the World (1697),28 stendur skrifað
avogato pear. Avocado kemur svo fyrir í ensku máli undir lok 17. aldar
og er sú mynd almennt notuð nú á dögum.29 Samkvæmt orðsifjabók
Kluge er mynd tökuorðsins í þýsku Avocado en þar er samhljómur
með frönskum og enskum orðsifjafræðingum hvað varðar mynd og
merkingu orðsins, það er, að það sé dregið af spænska orðinu avocado/
abogado. Kluge telur orðið hins vegar ekki koma inn í þýskt mál fyrr
en á 20. öld,30 en það er fullyrðing sem ætti að taka með varúð.31
Tökuorðið kemur fyrir í eldri þýskum textum32 með rithættinum
25 TLFi. DHLF, bls. 275–276.
26 Nú má velta vöngum yfir því hvort um sannfærandi skýringu franskra og annarra evrópskra orð-
fræðinga sé að ræða þar sem orðin eiga merkingarlega ekkert sameiginlegt. Þá má á það benda að
svona er það allajafna þegar um alþýðuskýringar (etimología popular) er að ræða. Ásta Svavarsdóttir,
í pistli um stígvél, útskýrir fyrirbærið á eftirfarandi hátt: „Í málfræði eru ummyndanir af þessu tagi
nefndar alþýðuskýringar (folk etymology) því þær verða til við það að málnotendur leitast við að
tengja framandlegar orðmyndir við kunnuglega orðliði og þannig skapast sýndartengsl við alls
óskyld orð.“ „Stígvél“ í Orðpistlar, Árnastofnun www.arnastofnun.is [sótt 15. desember 2018].
27 OED = Oxford English Dictionary, Oxford: Oxford University Press, 1989, bls. 822.
28 Frances Luttikhuizen, „El viaje de tres voces de lenguas indígenas americanas al inglés: guayaba,
aguacate, papaya“, De América a Europa. Denominaciones de alimentos americanos en lenguas europeas,
ritstj. Erla Erlendsdóttir, Emma Martinell og Ingmar Söhrman, bls. 221–227, hér bls. 217–221.
29 Sama rit.
30 EWDS = Friederich Kluge, Etymologisches Wörterbuch der deutschen Sprache, Berlin, New York: De
Gruyter, 1999, bls. 70.
31 Árið 1702 var reisubók Williams Dampier þýdd úr frönsku á þýsku. Í verki Bretans er minnst á
avókadó-ávöxtinn: Avogato-Birn-Baum. „Der Avogato-Birn=Baum ist auch so groß / wie die
meisten andern Birn-Bäume […]“. Sjá William Dampier, Neue Reise Um die Welt: Worinnen
umständlich beschrieben wird: Die Erd-Enge oder Isthmus von Americâ, vielerley Küsten und Insuln in West-
Indien [...]; Aus dem Englischen in die Frantzösische und nunmehr in die Hoch-Teutsche Sprache
übersetzet ..., Leipzig: Rohrlach, 1702, bls. 379.
32 Sjá Georg Friederici, Americanistisches Wörterbuch und Hilfswörterbuch für den Amerikanisten,
Hamburg: Cram, De Gruyter & Co, 1960, bls. 43.