Milli mála - 2018, Blaðsíða 178
FLAUELSKJÓLLINN
178 Milli mála 10/2018
andi sorp þar? ... Sjáið þið rúmteppið mitt. Haldið þið að það sé
grátt? Nei. Það er hvítt. Eins og snjóbreiða. Hún tók um hökuna á
mér og bætti við: – Þú hefur ekki áhyggjur af svona hlutum. En dá-
samlegur aldur! Átta ára, er það ekki? Og nú sneri hún sér að Casildu
og bætti við: – Af hverju seturðu ekki stein á höfuðið á henni svo
hún stækki ekki? Unglegt útlit okkar ræðst af aldri barnanna.
Allir héldu að Casilda, sem var vinkona mín, væri mamma mín.
Það var fyndið!
– Viltu ekki máta kjólinn, frú? sagði Casilda og opnaði böggulinn
sem var festur saman með títuprjónum. Svo skipaði hún mér: –
Náðu í títuprjónana úr veskinu mínu.
– Máta kjóla! Það er hreinasta kvöl! Mikið yrði ég hamingjusöm
ef einhver vildi máta þá fyrir mig! Það er svo þreytandi.
Frúin fór úr fötunum og Casilda reyndi að klæða hana í
flauelskjólinn.
– Hvenær hefst ferðalagið, frú mín? spurði hún og reyndi að
beina athyglinni annað.
Konan gat ekki svarað. Kjóllinn komst ekki yfir axlirnar á henni:
eitthvað sat fast í hálsmálinu. Það var fyndið!
– Flauel festist svo auðveldlega við mann, frú, og það er svo heitt
í dag. Við skulum nota dálítið púður.
– Komið með það, ég er að kafna, hrópaði frúin.
Casilda lyfti kjólnum upp yfir axlirnar og konan settist í
hægindastólinn alveg að því komin að falla í yfirlið.
– Hvenær hefst ferðalagið, frú mín? spurði hún aftur og reyndi
að dreifa athygli frúarinnar.
– Það styttist í það. Það er hægt að fara hvenær sem maður vill
með flugvélunum sem eru til í dag. Kjóllinn verður að vera tilbúinn.
Að hugsa sér að það sé snjór þar. Allt er hvítt, hreint og bjart.
– Ferðinni er heitið til Parísar, er það ekki?
– Ég fer líka til Ítalíu.
– Geturðu mátað kjólinn aftur, frú mín? Það tekur ekki nema
örstutta stund.
Konan jánkaði og andvarpaði mæðulega.
– Lyftu báðum handleggjunum, það er best að fara fyrst í
ermarnar, sagði Casilda, og setti kjólinn aftur yfir höfuðið á henni.
Í dálitla stund reyndi Casilda að toga niður pilsið á kjólnum svo