Milli mála - 2018, Blaðsíða 21
ERLA ERLENDSDÓTTIR
Milli mála 10/2018 21
fyrir í bók franska grasa- og náttúrufræðingsins Valmont de Bomare
sem hinn norskættaði Hans von Aphelen þýddi á dönsku og kom
ritið út í átta bindum í Kaupmannahöfn á tímabilinu frá 1767–
1770.42 Avocado eða avokado43 eru orðmyndir sem eru notaðar jöfnum
höndum í dönsku málsamfélagi nú á dögum og fyrirfinnast í málinu
síðan á þriðja áratug 20. aldar.44 Tökuorðið hefur lagað sig að dönsku
málkerfi45 og ný orð hafa verið smíðuð þar sem indíánaorðið myndar
annan liðinn. Auk lýsingarorðsins avokadogrøn ,avókadógrænn‘, eru
það samsettu orðin avokadodip og avokadomos fyrir ,avókadóídýfu‘ og
,avókadómauk‘.46
Samkvæmt orðabók sænsku akademíunnar er advokatpäron, ,avó-
kadópera‘, elsta ritmynd orðsins í sænsku máli, frá árinu 1875.
Sennilega er þessi mynd fengin úr ensku avocado pear eða þýsku
Advogatobirne.47 Orðið er hins vegar eldra í málinu og dæmi um það
frá seinni hluta 18. aldar þá er það kemur fyrir með rithættinum
avogater í riti C.G.A. Oldendorp sem var þýtt úr þýsku og gefið út
á árunum 1786–1788.48 Í texta Oldendorps stendur skrifað: „Man
får (på danska Västindien) avogater, guiave, mispel, frukter [...].“49
Núverandi ritmynd orðsins avokado kemur fyrir í sænskum textum
frá miðri 20. öld, í fyrstu með rithættinum avocado.50 Orðið hefur
lagað sig beygingarlega að sænsku máli og er til í bæði eintölu og
fleirtölu.51 Í sænsku myndar tökuorðið nokkur samsett orð eins og
til dæmis avokadoröra ,avókadósósa‘, avokadogrön ,avókadógrænn‘ og
avokadosallad ,avókadósalat‘.
42 Valmont de Bomare, Den almindelige Natur-Historie, i Form af et Dictionnaire, Oversat, forøget og
forbedret af H. von Aphelen, 8 bd., København 1767–1770, hér 1767, bls. 158.
43 DDO, s. v. avokado.
44 ODSS, s. v. avokado.
45 Sjá DDO, s. v. avokado: Í eintölu avokado og avokadoen. Í fleirtölu avokadoer og avokadoerne.
46 Sama rit, s. v. avokado.
47 SAOB = Svenska Akademien, Svenska Akademiens Ordbok över Svenska Språket, Stockholm: Svenska
Akademien, 1–30, 1898–1998/99, http://saob.se [sótt 9. desember 2018], s. v. advokatpäron.
48 Seðlasafn Sænsku akademíunnar. C.G.A. Oldendorp, Historisk beskrifning öfver Evangeliske brödernas
missionsarbete på Carabiske Öarne St. Thomas, St. Croix och St. Jan, 1–2, Stockholm, 1786–1788.
49 Sama rit.
50 Seðlasafn Sænsku akademíunnar. NEO = Nationalencyklopediens ordbok, Utarbetad ved Språkdata
Göteborgs Universitet, Göteborg: Bra Böcker, 2004, bls. 79.
51 Í eintölu er orðið en avokado, og með ákveðnum greini avokadon. Í fleirtölu: avokador og með
ákveðnum greini avokadorna. SO = Svensk ordboka, Svenska akademien, https://svenska.se/ [sótt 9.
desember 2018], s. v. avokado.