Milli mála - 2018, Blaðsíða 30
AVÓKADÓ OG MAÍS
30 Milli mála 10/2018
hróflast. Eins og áður er getið var ritháttur nahuatl-orðsins ahuacatl,
ahuacate og aguacate í spænsku. Síðar er að sjá sem orðið sæti form-
breytingum, fyrir áhrif frá orðmyndinni abogado, í munni alþýðunnar
á Spáni og var um tíma ritað avocado og abogado sem eru orð af allt
öðrum meiði. Fyrra orðið er lýsingarháttur þátíðar af sögninni avocar
,áfrýja‘ (advocãre á latínu) og seinna orðið þýðir ,lögmaður‘ (advocātus
á latínu). Í spænsku hélt eldra formið, aguacate, velli, svo ekki er
neinum vafa undirorpið um hvað er að ræða þegar ávöxtinn ber á
góma hjá málhöfum. Í frönsku aftur á móti deilir orðið avocat ,avó-
kadó‘ ytra formi með avocat ,lögmaður‘.114 Hvað snertir ensku þá er
óhætt að segja að ritháttur orðins hafi verið mjög á reiki um langan
aldur þar til á fyrri hluta 20. aldar að orðmyndin avocado varð ofan
á en um skeið var advocat einnig notað í málinu.115 Sama er uppi á
teningnum í þýsku þar sem orðmyndin Avokado (Avocado eða Avokato)
stjakaði út öðrum orðmyndum, eins og til dæmis Advokaten-Birne,
og festi sig í sessi. Umrædd mynd orðsins barst síðar yfir í íslensku,
avókadó, og önnur norræn mál, avocado eða avokado, á 20. öld. Eins
og áður hefur verið getið eru til eldri dæmi um orðið í dönsku og
sænsku, t.d. avogato, avokat, advokat116, ritmyndir sem bera þess merki
að hafa borist inn í málin úr ensku, frönsku eða þýsku. Helst lítur út
fyrir að spænska ritmyndin abogado hafi orðið ofan á og að þaðan sé
núverandi mynd orðsins komin í ensku og þýsku. Líklegt má telja að
ritmyndin avocado í Norðurlandamálunum sé fengin úr ensku.
Elstu rituðu heimildir orðsins ahuacatl í spænsku eru frá fyrri
hluta 16. aldar. Franska tekur orðið aguacate úr hollensku sem fékk
það aftur á móti úr spænsku á fyrri hluta 17. aldar. Undir lok 17.
aldar kemur orðið fyrir í enskum textum og frá byrjun 18. aldar er
fyrsta bókfesta orðsins í þýsku. Tökuorðið kemur fyrst fyrir í þessum
tungumálum í þýðingum á ferðasögum. Sama er uppi á teningnum
í dönsku og sænsku en þar eru elstu ritdæmi orðsins frá 18. öld.
Avocado kemur ekki fyrir í norsku og íslensku fyrr en á 20. öld og
elstu dæmi um orðið er allajafna að finna í ýmsum tímaritum, dag-
blöðum og matreiðslubókum.
114 DHLF.
115 Frances Luttikhuizen, „El viaje de tres voces de lenguas indígenas americanas al inglés: guayaba,
aguacate, papaya“, bls. 221.
116 SAOB. ODSS.