Milli mála - 2018, Blaðsíða 30

Milli mála - 2018, Blaðsíða 30
AVÓKADÓ OG MAÍS 30 Milli mála 10/2018 hróflast. Eins og áður er getið var ritháttur nahuatl-orðsins ahuacatl, ahuacate og aguacate í spænsku. Síðar er að sjá sem orðið sæti form- breytingum, fyrir áhrif frá orðmyndinni abogado, í munni alþýðunnar á Spáni og var um tíma ritað avocado og abogado sem eru orð af allt öðrum meiði. Fyrra orðið er lýsingarháttur þátíðar af sögninni avocar ,áfrýja‘ (advocãre á latínu) og seinna orðið þýðir ,lögmaður‘ (advocātus á latínu). Í spænsku hélt eldra formið, aguacate, velli, svo ekki er neinum vafa undirorpið um hvað er að ræða þegar ávöxtinn ber á góma hjá málhöfum. Í frönsku aftur á móti deilir orðið avocat ,avó- kadó‘ ytra formi með avocat ,lögmaður‘.114 Hvað snertir ensku þá er óhætt að segja að ritháttur orðins hafi verið mjög á reiki um langan aldur þar til á fyrri hluta 20. aldar að orðmyndin avocado varð ofan á en um skeið var advocat einnig notað í málinu.115 Sama er uppi á teningnum í þýsku þar sem orðmyndin Avokado (Avocado eða Avokato) stjakaði út öðrum orðmyndum, eins og til dæmis Advokaten-Birne, og festi sig í sessi. Umrædd mynd orðsins barst síðar yfir í íslensku, avókadó, og önnur norræn mál, avocado eða avokado, á 20. öld. Eins og áður hefur verið getið eru til eldri dæmi um orðið í dönsku og sænsku, t.d. avogato, avokat, advokat116, ritmyndir sem bera þess merki að hafa borist inn í málin úr ensku, frönsku eða þýsku. Helst lítur út fyrir að spænska ritmyndin abogado hafi orðið ofan á og að þaðan sé núverandi mynd orðsins komin í ensku og þýsku. Líklegt má telja að ritmyndin avocado í Norðurlandamálunum sé fengin úr ensku. Elstu rituðu heimildir orðsins ahuacatl í spænsku eru frá fyrri hluta 16. aldar. Franska tekur orðið aguacate úr hollensku sem fékk það aftur á móti úr spænsku á fyrri hluta 17. aldar. Undir lok 17. aldar kemur orðið fyrir í enskum textum og frá byrjun 18. aldar er fyrsta bókfesta orðsins í þýsku. Tökuorðið kemur fyrst fyrir í þessum tungumálum í þýðingum á ferðasögum. Sama er uppi á teningnum í dönsku og sænsku en þar eru elstu ritdæmi orðsins frá 18. öld. Avocado kemur ekki fyrir í norsku og íslensku fyrr en á 20. öld og elstu dæmi um orðið er allajafna að finna í ýmsum tímaritum, dag- blöðum og matreiðslubókum. 114 DHLF. 115 Frances Luttikhuizen, „El viaje de tres voces de lenguas indígenas americanas al inglés: guayaba, aguacate, papaya“, bls. 221. 116 SAOB. ODSS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182

x

Milli mála

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.