Milli mála - 2018, Blaðsíða 71

Milli mála - 2018, Blaðsíða 71
GUÐRÚN KRISTINSDÓTTIR-URFALINO Milli mála 10/2018 71 af fáguðum samræðum og skoðanaskiptum. Hins vegar mátti fólk eiga von á að vera undir ströngu siðferðiseftirliti kirkjunnar. Þannig var mikilvægasta breytingin sem Molière gerði á gaman- leiknum og jafnframt sú breyting sem gerði það að verkum að konungur aflétti banninu á honum sú að Tartuffe birtist ekki jafn augljóslega sem kirkjunnar maður í leikritinu heldur fremur sem óháður siðapostuli.23 Molière beið ekki boðanna og var fljótur að láta prenta leikritið þegar Loðvík XIV. létti af því banninu í skamm- vinnu andrúmslofti aukins umburðarlyndis í trúmálum í tengslum við náðun Vatíkansins á fjórum biskupum jansenista, því hann gat allt eins átt von á því að það yrði aftur bannað.24 Það var ráð, því nokkrum árum síðar kvæntist konungur Madame de Maintenon sem var heittrúuð og hirðlífið tók að mótast af strangkaþólskum viðhorfum á ný.25 Það skipti því máli hvort Tartuffe var túlkaður sem öfgatrúar- maður eða loddari sem þóttist vera trúaður til að komast yfir eigur Orgons. Hræsnarinn er hluti af langri bókmenntahefð sem teygir sig aftur í Tídægru sem hinn ítalski Boccacio ritaði á 14. öld og enn lengra aftur í miðaldir, til dæmis í franskar fábiljur eða fabliaux frá 13. öld, og sýnir matglaða og ástleitna munka í skoplegu ljósi. Loddarinn er hins vegar svindlari sem er ekki í þjónustu kirkjunnar. En þótt Molière hafi breytt titli verksins, áttu áhorfendur ekki erfitt með að ímynda sér siðferðislega dómhörku og sérplægni í sömu mund þar sem skinhelgi getur tekið á sig hvort heldur sem er myndir ofstækis eða hræsni. Þannig stendur leikritið fyrir sínu sem ádeila á þá sem taka sér bessaleyfi til að siða fólk og ráðskast með einkalíf annarra.26 Viðleitni kirkjunnar á 17. öld til að koma reglu á trúarlíf þjóð- félagsþegna ber vitni um djúpstæðar breytingar á heimsmynd Evrópubúa. Bókmenntafræðingurinn Paul Bénichou telur líklegt að í kjölfar endurreisnar og sem undanfari upplýsingar hafi kenning 23 Georges Couton, „Notice“, bls. 847. 24 Georges Forestier, „Notice“, bls. 1361. 25 Áður hafði konungur verið kvæntur frænku sinni, hinni spænsku Maríu-Teresu af Austurríki (1638–1683), sem einnig var heittrúuð. – Árið 1685 var leyfi mótmælenda til að iðka trú sína í Frakklandi, sem samþykkt hafði verið árið 1598, fellt úr gildi með þeim afleiðingum að þúsundir flúðu land. 26 Paul Bénichou, Morales du grand siècle, París, Gallimard Folio Essais, 1948, bls. 279.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182

x

Milli mála

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.