Milli mála - 2018, Qupperneq 71
GUÐRÚN KRISTINSDÓTTIR-URFALINO
Milli mála 10/2018 71
af fáguðum samræðum og skoðanaskiptum. Hins vegar mátti fólk
eiga von á að vera undir ströngu siðferðiseftirliti kirkjunnar.
Þannig var mikilvægasta breytingin sem Molière gerði á gaman-
leiknum og jafnframt sú breyting sem gerði það að verkum að
konungur aflétti banninu á honum sú að Tartuffe birtist ekki jafn
augljóslega sem kirkjunnar maður í leikritinu heldur fremur sem
óháður siðapostuli.23 Molière beið ekki boðanna og var fljótur að láta
prenta leikritið þegar Loðvík XIV. létti af því banninu í skamm-
vinnu andrúmslofti aukins umburðarlyndis í trúmálum í tengslum
við náðun Vatíkansins á fjórum biskupum jansenista, því hann gat
allt eins átt von á því að það yrði aftur bannað.24 Það var ráð, því
nokkrum árum síðar kvæntist konungur Madame de Maintenon
sem var heittrúuð og hirðlífið tók að mótast af strangkaþólskum
viðhorfum á ný.25
Það skipti því máli hvort Tartuffe var túlkaður sem öfgatrúar-
maður eða loddari sem þóttist vera trúaður til að komast yfir eigur
Orgons. Hræsnarinn er hluti af langri bókmenntahefð sem teygir
sig aftur í Tídægru sem hinn ítalski Boccacio ritaði á 14. öld og enn
lengra aftur í miðaldir, til dæmis í franskar fábiljur eða fabliaux
frá 13. öld, og sýnir matglaða og ástleitna munka í skoplegu ljósi.
Loddarinn er hins vegar svindlari sem er ekki í þjónustu kirkjunnar.
En þótt Molière hafi breytt titli verksins, áttu áhorfendur ekki
erfitt með að ímynda sér siðferðislega dómhörku og sérplægni í
sömu mund þar sem skinhelgi getur tekið á sig hvort heldur sem er
myndir ofstækis eða hræsni. Þannig stendur leikritið fyrir sínu sem
ádeila á þá sem taka sér bessaleyfi til að siða fólk og ráðskast með
einkalíf annarra.26
Viðleitni kirkjunnar á 17. öld til að koma reglu á trúarlíf þjóð-
félagsþegna ber vitni um djúpstæðar breytingar á heimsmynd
Evrópubúa. Bókmenntafræðingurinn Paul Bénichou telur líklegt
að í kjölfar endurreisnar og sem undanfari upplýsingar hafi kenning
23 Georges Couton, „Notice“, bls. 847.
24 Georges Forestier, „Notice“, bls. 1361.
25 Áður hafði konungur verið kvæntur frænku sinni, hinni spænsku Maríu-Teresu af Austurríki
(1638–1683), sem einnig var heittrúuð. – Árið 1685 var leyfi mótmælenda til að iðka trú sína í
Frakklandi, sem samþykkt hafði verið árið 1598, fellt úr gildi með þeim afleiðingum að þúsundir
flúðu land.
26 Paul Bénichou, Morales du grand siècle, París, Gallimard Folio Essais, 1948, bls. 279.