Milli mála - 2018, Blaðsíða 100
NÆRVERA OG TÚLKUN ÞÝÐANDANS
100 Milli mála 10/2018
sjálfsöryggi og sniðin að markmálinu. Upplýsingum um sögusvið
og tíma er bætt við (Ísland samtímans) ásamt þeirri túlkun að um
sé að ræða sögu úr þjóðlífinu. Þessi vísun er mikilvæg fyrir heildar-
túlkun á þýðingunni, eins og nánar er rætt hér á eftir. Þess utan er
lögð áhersla á að textinn hafi verið þýddur úr frummálinu og vísað
er til fylgitexta eftir hinn nafngreinda þýðanda, þ.e.a.s. inngangsins
og athugasemdanna. Á heildina litið hefur talsverðum upplýsingum
verið bætt við, sem koma frá þýðandanum eða byggja á vinnu hans.
Titill fjórðu útgáfunnar frá 1900 er örlítið knappari: „Jüngling und
Mädchen./ Eine Erzählung/ von/ Jón Th. Thóroddsen./ Aus dem
Neu-Isländischen übersetzt, eingeleitet und mit/ Anmerkungen
versehen/ von/ J.C. Poestion“.38 (Piltur og stúlka./ Frásögn/ eftir/
Jón Th. Thóroddsen. Þýdd úr ný-íslensku, með inngangi/ og at-
hugasemdum/ eftir/ J.C. Poestion.) Hér er líka dregið fram að þýtt
sé beint úr íslensku. Þetta má líta á sem vísun til sértækrar hæfni
þýðandans, enda var þekking á nútímaíslensku heldur sjaldgæf í
hinum þýskumælandi heimi á þessum tíma. Álykta má að ítarlegar
upplýsingar á titilsíðunni séu stýrandi og upplýsandi og þeim sé auk
þess ætlað að árétta hæfni þýðandans.
Poestion hóf margar bóka sinna á tileinkunum. Hlutverk til-
einkana geta verið margs konar og misjafnlega augljós. Algengast
er að um sé að ræða þakkir fyrir styrki eða annars konar stuðning
við tilurð verksins. Sem dæmi má nefna örlítið fornfálegan texta
í bók Poestions Island. Das Land und seine Bewohner, sem minnir
jafnvel á samband við verndandi lénsherra: „Dem hochgeborenen
Herrn/ Franz Grafen von Meran/ Ritter des goldenen Vlieses etc.
etc./ in landsmännisch angestammter Ergebenheit/ gewidmet/ vom
Verfasser“.39 (Hinum háborna herra/ Franz, greifa af Meran/ Riddara
hins gullna reyfis o.s.frv. o.s.frv./ með arfborunni auðmýkt sveitunga
tileinkað/ af höfundi.) Þessi bók er að vísu ekki þýðing í þröngum
skilningi, en hefur engu að síður mikið vægi þegar horft er til að-
ferða og markmiða þýðandans. Fyrsta útgáfa Jüngling und Mädchen
er tileinkuð ljóðskáldinu Steingrími Thorsteinssyni: „Dem treff-
lichen isländischen Dichter/ Steingrímur Thorsteinsson/ Professor
38 Jüngling und Mädchen, 1900.
39 Poestion, Island, 1885.