Milli mála - 2018, Blaðsíða 126
SKÁLDSAGAN 101 REYKJAVÍK Á RÚSSNESKU
126 Milli mála 10/2018
Einnig er hægt að leika með orð sem hafa svipaðan hljóm og
umrituð bæjarnöfn, líkt og í eftirfarandi dæmi:
Кваммстанги „где все так и жаждут пристать К-вам-с-танго“
(294).
Bæjarheitið (Hvammstangi) er umritað, en íslenska orðið „tangi“
hljómar ekki ólíkt dansheitinu „tangó“ (á rússnesku „танго“, tango).
„К-вам-с-танго“ (K-vam-s-tango), þýðir beinlínis „við-ykkur-í-tangó“ =
Hvammstangi „þar sem alla þyrstir í að dansa „við-ykkur-tangó“.
Eins og þegar hefur verið nefnt er ríkulegt magn af tilvitnunum í
skáldsögunni 101 Reykjavík. Stundum er einnig leikið með þær,
fleyg orð eru skopstæld og brengluð. Þetta er líklega erfiðasti
þátturinn fyrir þýðandann, enda oftast um að ræða vísanir í texta
sem hinn almenni rússneski lesandi kannast ekki við.
Eina skynsama þýðingarleiðin virtist vera sú að varðveita, eða
reyna að varðveita, orðaleikinn en skýra hann um leið. T.d. fékk
frasi Hlyns Bjarnar „Eigi skal bögga!“ (27), sem er skopstæling á
orðum Snorra Sturlusonar „Eigi skal höggva!“, að líta svona út á
rússnesku:
„Как сказал Снорри Стурлусон: «Не наезжайте на меня!»“ (31).
Ísl.: Eins og Snorri Sturluson sagði: „Eigi skal bögga mig“ – og síðan fylgir
neðanmálsgrein þar sem skýrt er frá undir hvaða kringumstæðum Snorri
lét þessi orð falla.
Sama aðferð var notuð við fleyg orð úr Íslendingasögum sem eru
brengluð hjá Hlyni Birni, t.d.:
„Kaldur er konu eldur“ (147), sbr. hin fleygu orð „Köld eru kvenna ráð“,
eða „Þeim er ég verst er með ég leggst“ (236).
Frasarnir eru þýddir beint á rússnesku: „Холодны костры женщины“
(176), „К тому я суровее всего, с кем я сплю“ (282), og skýringar
gefnar í neðanmálsgrein.