Milli mála - 2018, Blaðsíða 162

Milli mála - 2018, Blaðsíða 162
SMIÐIR 162 Milli mála 10/2018 Þá var aðeins hægt að sveifla hakanum eða skóflunni til og frá og tvístíga fram að hádegi til að frjósa ekki. Hádegisverðurinn – næfurþunn súpa og tvær skeiðar af hafragraut – gaf ekki mikla orku en það var samt gott að fá eitthvað heitt í kroppinn. Og enn dugði maturinn einungis til þess að Potashníkov gat unnið eina klukku- stund en þá var hann orðinn helkaldur. Loks var vinnudagurinn á enda og eftir kvöldmatinn, þegar hann hafði borðað brauðið sitt og skolað því niður með heitu vatni – það hvarflaði ekki að neinum að borða það í matsalnum með súpunni heldur tóku allir brauðið með sér í svefnskálann – lagðist hann umsvifalaust til svefns. Hann svaf að sjálfsögðu í efri koju. Að sofa í neðri koju var eins og að hírast í ísköldum kjallara, og þeir sem sváfu í neðri koju voru vanir að standa hálfa nóttina við ofninn og skiptast á að grípa utan um hann en ofninn var rétt volgur. Það var aldrei til nóg af eldiviði, því hann þurfti að sækja fjögurra kílómetra leið eftir vinnu og allir reyndu hvað þeir gátu að víkja sér undan þessu verkefni. Það var hlýrra í efri kojunni þótt allir svæfu í vinnufötunum, húfum, vatt- jökkum, ullarjökkum og vatteruðum síðbuxum. Það var hlýrra þar uppi en samt fraus hárið við koddann um nóttina. Potashníkov fann hvernig kraftar hans þurru með hverjum degi. Hann, þrítugur maðurinn, átti erfitt með að klifra upp í efri kojuna, hvað þá að komast niður. Maðurinn í kojunni við hliðina hafði látist daginn áður, vaknaði bara ekki og enginn spurðist fyrir um það úr hverju hann hefði dáið, eins og dánarorsökin gæti bara verið ein og væri öllum ljós. Vörðurinn, sem var á dagvakt, gladdist yfir því að hann hafði ekki geispað golunni um kvöldið, heldur um morguninn, því að þá fékk hann dagskammt hins látna. Þetta var á allra vitorði og Potashníkov herti upp hugann og fór til hans. „Gefðu mér skorpubita,“ bað hann en vörðurinn svaraði með ruddalegum formælingum, sem aðeins sá, sem er orðinn forhertur af langvarandi orkuleysi og veit að honum verður ekki refsað, getur látið út úr sér. Aðeins við mjög sérstakar aðstæður þorir sá veikari að bölva þeim sterkari, og kjarkurinn stafar af örvæntingu. Potashníkov þagði og gekk burt. Hann varð að taka einhverja ákvörðun, finna upp á einhverju þótt hann væri örmagna. Eða – deyja. Potashníkov óttaðist ekki dauðann. En hann átti sér ástríðufulla, leynilega löngun, eins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182

x

Milli mála

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.