Milli mála - 2018, Blaðsíða 29
ERLA ERLENDSDÓTTIR
Milli mála 10/2018 29
Kaupmannahöfn, þýðingu á áðurnefndri bók Hansens Skonning109
sem kom út í Árósum árið 1641. Handritið er dagsett 1676 og er
þar með elsta íslenska heimildin um orðið. Í kafla sem fjallar um
indíána í Nýja heiminum stendur: „Þeir hafa eitt slags Rúg, sem þeir
neffna Maiz, sumir kalla þad Gvÿenisktt Korn.“110 Á 19. og 20. öld
birtist orðið til að mynda með rithættinum mais, mæs, majs og maís,
og er síðastnefndi rithátturinn nú almennt notaður í íslensku.111
Orðið hefur lagað sig að íslensku málkerfi112 og myndar hluta af all-
mörgum samsettum orðum sem eru notuð í daglegu tali, til dæmis
maísbaunir, maískólfur, maísmjöl og maíspoki.113
3. Lokaorð
Hér að framan hefur verið rætt um tvö orð af erlendum toga sem
hafa skotið rótum í íslensku og nokkrum öðrum Evrópumálum.
Orðin, sem núna eru góður og gildur hluti af orðaforða flestra við-
tökumálanna, koma langt að: þau eru ættuð úr taíno og nahuatl,
tungumálum frumbyggja í Ameríku. Avókadó og maís eru nafnorð
og heyra undir merkingarsviðið nytjajurtir. Á sínum tíma voru þessi
orð hrein viðbót við orðaforða flestra viðtökumálanna og ógnuðu
þar af leiðandi ekki erfðarorðum í málunum og riðluðu ekki heldur
merkingarskipan hugtaka og heita í tungumálunum. Þau hafa í
flestum tilfellum lagað sig að hljóð- og beygingarkerfi viðtöku-
málanna en því er þó ekki að neita að avókadó hefur yfir sér framand-
legan blæ og má það ef til vill rekja til endingar orðsins. Hvað varðar
merkingu orðanna þá hefur hún haldist óbreytt og kemur svo sem
ekki á óvart þar sem um er að ræða nafnorð með hlutlæga merkingu.
Avókadó ber með sér að hafa haft viðdvöl í öðrum tungumálum
á ferð sinni milli mála í Evrópu þótt merking orðsins hafi ekki
109 Hans Hansen Skonning, Geographia Historica Orientalis. Austur Landa og Eya með þeirra foolke,
Einkum Tyrkia, Gyðÿnga, Gryckia, Egypta, Indiana, Persa – og Margra fleyre Landa Undarleiger Sider,
Trú, Religio, Laúg og Landshætter, 1676, handrit NKS 366 4º. Ekki er vitað hver þýddi.
110 Hans Hansen Skonning, Geographia Historica Orientalis, 1676, 219r.
111 ÍO, bls. 954. ÍSO = Íslensk stafsetningarorðabók, ritstj. Dóra Hafsteinsdóttir. https://snara.is [sótt 15.
desember 2018], s. v. maís.
112 Í eintölu án greinis maís og með greini maísinn. Orðið er ekki notað í fleirtölu eins og oft er um
orð sem vísa til einhvers sem ekki er teljanlegt, eins og til dæmis mjólk, kakó, sykur og hveiti. BÍN,
s. v. maís.
113 ROH.