Milli mála - 2018, Blaðsíða 147

Milli mála - 2018, Blaðsíða 147
ALEKSANDER PÚSHKÍN Milli mála 10/2018 147 þar sem hann gisti hjá gömlum starfsbróður, fyrrverandi undirfor- ingja, í Ízmajlovksí-hverfinu og hóf eftirgrennslan sína. Fljótlega komst hann að því að kafteinn Mínskí væri í borginni og byggi á Demútov-hótelinu. Stöðvarstjórinn ákvað að fara til hans. Snemma morguns kom hann í forstofu hans og bað um að hans tign yrði tilkynnt að gamall hermaður óskaði eftir að fá að hitta hann. Herþjónninn, sem var að pússa stígvél, tilkynnti að herrann væri að hvíla sig og tæki ekki á móti neinum fyrir klukkan ellefu. Stöðvarstjórinn hvarf á braut og sneri aftur á tilsettum tíma. Mínskí kom sjálfur til dyra í slopp og með rauða kollhúfu. – Hvað er þér á höndum, vinur? spurði hann. Hjarta gamla mannsins barðist um, augun fylltust af tárum, og skjálfandi röddu sagði hann aðeins: – Yðar tign! … sýnið mér þá kristilegu miskunnsemi … Mínskí leit snöggt á hann og stokkroðnaði, tók svo í hönd hans, leiddi hann inn á skrifstofu sína og lokaði á eftir sér dyrunum. – Yðar tign! hélt gamli maðurinn áfram, – ekki tjáir að sýta hið liðna; látið mig í það minnsta hafa vesalings Dúnju mína aftur. Þér hafið jú fengið að gamna yður með henni, en ekki tortíma henni að óþörfu. – Gert er gert og verður ekki aftur tekið, sagði ungi maðurinn í algeru fáti, – ég er sekur frammi fyrir þér og það gleður mig að geta beðið um fyrirgefningu þína, en láttu þér ekki detta í hug að ég yfirgefi Dúnju: hún verður hamingjusöm, því lofa ég þér. Hvaða gagn hefur þú af henni? Hún elskar mig og hefur vanist nýjum lifnaðarháttum. Hvorugt ykkar gæti gleymt því sem gerðist. Síðan stakk hann einhverju upp í ermina á stöðvarstjóranum, opnaði dyrnar, og allt í einu var gamli maðurinn, án þess að skilja sjálfur hvernig það gerðist, staddur úti á götu. Hann stóð lengi hreyfingarlaus en kom loks auga á peninga- vöndul undir uppábrotinu á jakkaerminni; hann dró vöndulinn fram og rúllaði sundur nokkrum þvældum fimmtíu rúblna seðlum. Aftur fylltust augun tárum; það voru gremjutár. Hann vöðlaði seðlunum saman, kastaði þeim í götuna, tróð á þeim með hælnum og gekk burt … Þegar hann hafði gengið nokkur skref nam hann staðar, hugsaði sig um … og sneri við … en seðlarnir voru horfnir. Vel klæddur ungur maður hljóp í átt að leiguvagni þegar hann kom
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182

x

Milli mála

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.