Milli mála - 2018, Blaðsíða 65

Milli mála - 2018, Blaðsíða 65
GUÐRÚN KRISTINSDÓTTIR-URFALINO Milli mála 10/2018 65 umræðu á tímum Molières þar sem hin stranga sannkristni, sem var andsvar kaþólsku kirkjunnar við kenningum mótmælenda, virtist ósamræmanleg þeim gildum velsæmis stimamýktar og yfirborðs- mennsku sem þá réðu ríkjum í samkvæmis- og menningarlífinu. Molière hafði áður tekið til umfjöllunar samfélagsleg hitamál sem brunnu á samferðamönnum hans, þ.e. spurninguna um menntun kvenna og félagslega stöðu þeirra með tilliti til hjónabandsins, og þau leikrit nutu mikillar hylli.9 Því ákvað hann að taka gamalt minni og fléttu úr ítölsku commedia dell’arte-hefðinni til að sýna í skoplegu ljósi trúarlega leiðbeinendur kirkjunnar sem svo áberandi voru í þjóðlífinu um þær mundir.10 En hvað er það í þessu meira en 350 ára gamla leikriti sem höfðar svo mjög til samtíma okkar? Í þessari grein verður leikritið kynnt í sögulegu samhengi og leitast við að gera grein fyrir hinu flókna samspili trúar, valds og samfélags á tímum Molières. Síðan verður þess freistað að rekja þessa sömu þræði í nokkrum af hinum fjöl- mörgu uppfærslum á Tartuffe sem settar hafa verið á svið í Evrópu á undanförnum árum, eins og þeir birtast í viðtölum við leikstjóra og í umfjöllunum leiklistargagnrýnenda um sýningarnar. Að lokum verður vikið að sýningasögu leikritsins hérlendis og viðtökum þess. 1. Tartuffe 1669 Gamanleikurinn Tartuffe er í fimm þáttum og bundnu máli eins og flest leikverk sem skrifuð voru í Frakklandi á 17. öld, að försunum undanskildum. Í fyrsta þætti er fjölskylda auðmannsins Orgons kynnt til sögunnar. Heimilismenn eru í uppnámi yfir þeim breytingum sem Tartuffe, nýr trúarlegur leiðbeinandi (fr. directeur de conscience) Orgons, hefur komið á í fjölskyldunni. Orgon og móðir hans, frú Pernelle, hafa tekið upp strangkristileg viðhorf og mein- lætalíf að fyrirmynd Tartuffes og ætlast til hins sama af öðrum. Aðrir í fjölskyldunni – Elmíra, síðari kona Orgons, Cléante, bróðir hennar, Maríanna og Damis, börn Orgons af fyrra hjónabandi, og þernan Dorine – vantreysta þessum nýja heimilisvini og væna hann 9 Um er að ræða École des maris (1661) og École des femmes (1662) en þau verk hafa ekki verið sett upp á Íslandi samkvæmt gagnagrunni Leikminjasafns Íslands. 10 Georges Forestier, Molière, París: Gallimard, NRF Biographies, 2018, bls. 257–258.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182

x

Milli mála

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.