Milli mála - 2018, Blaðsíða 77
GUÐRÚN KRISTINSDÓTTIR-URFALINO
Milli mála 10/2018 77
uppfærslu árið 2013 í Schaubühne-leikhúsinu í Berlín. Í túlkun hans
varð leikritið eins og dæmisaga um hættulegt aðdráttarafl trúarof-
stækis.45 Í sýningu Schaubühne var leikarinn Lars Eidinger með
biblíuvers tattóveruð á líkamann og bjó yfir miklu kynferðislegu
aðdráttarafli. Orgon, sem nú var orðinn samkynhneigður, ánafnaði
Tartuffe allar eigur sínar og leikritinu lauk með því að fjölskyldan
leystist upp. Í viðtali lagði Thalheimer áherslu á að okkar samfélag
eigi í togstreitu milli annars vegar trúarlegrar köllunar og andlegra
þarfa og hins vegar borgaralegs gildismats.46
Í París hefur Tartuffe verið á fjölunum í nokkrum af helstu leik-
húsum borgarinnar á síðustu árum. Í september 2018 var uppfærsla
þýska leikstjórans Peters Stein frumsýnd í Théâtre de la Porte Saint-
Martin með gamanleikurunum Pierre Arditi og Jacques Weber í
aðalhlutverkum. Árið áður hafði sama leikhús sett upp leikritið í
barokk-uppfærslu Michels Fau sem einnig fór með titilhlutverkið
á móti stórleikaranum Michel Bouquet, þá komnum yfir nírætt, í
hlutverki Orgons.47
Þá var Tartuffe í leikstjórn Lucs Bondy leikinn þrjú ár í röð í
Odéon-leikhúsinu á vinstri bakka Parísar á árunum 2014–2016 með
Micha Lescot í hlutverki Tartuffes og Audrey Fleurot í hlutverki
Elmíru.48 Þar var fall föðurins aðalatriðið ásamt upplausn fjölskyldu
og þjóðfélags og sjónum beint að því hvernig þessar stofnanir þurfa
að finna sér ný viðmið í ljósi breyttra aðstæðna.49 Þessi uppfærsla
hefur haft sín áhrif því Audrey Fleurot var aftur boðið að leika hlut-
verk Elmíru í tvímála uppfærslu Géralds Garutti og Christophers
45 Alexander Kohlmann, „Tartuffe als Jesus Christ Superstar“, Deutschlandfunk Kultur, 20. desember
2013, https://www.deutschlandfunkkultur.de/schaubuehne-berlin-tartuffe-als-jesus-christ-
superstar.1013.de.html?dram:article_id=272758 [sótt 20. september 2018].
46 Caroline Montpetit, „« Tartuffe », Choinière et « happening » intergénérationnel“, Le Devoir, 3.
febrúar 2018, https://www.ledevoir.com/culture/theatre/430711/tartuffe-choiniere-et-happening-
intergenerationnel [sótt 3. október 2018]; og Fabien Deglise, „Tartuffe sous haute influence“, Le
Devoir, 16. maí 2015, https://www.ledevoir.com/culture/theatre/440127/festival-transameriques-
tartuffe-sous-haute-influence [sótt 3. október 2018].
47 Sjá t.d. Didier Méreuze, „Dans « Tartuffe », Michel Bouquet au sommet“, La Croix, 2. október
2017, https://www.la-croix.com/Culture/Theatre/Tartuffe-Michel-Bouquet-sommet-2017-10-02-
1200881182 [sótt 19. september 2018].
48 Laurence Liban, „Tartuffe à l’Odéon: l’alchimie ne prend pas“, L’Express, 17. apríl 2014, https://
www.lexpress.fr/culture/scene/tartuffe-a-l-odeon-l-alchimie-ne-prend-pas_1509526.html [sótt
19. september 2018].
49 Audrey Bigel, „Tartuffe, Molière, Luc Bondy, Odéon“, État critique, https://www.etat-critique.
com/tartuffe-moliere-luc-bondy-odeon/ [sótt 19. september 2018].