Milli mála - 2018, Blaðsíða 142
STÖÐVARSTJÓRINN
142 Milli mála 10/2018
yfir svínum og deila með þeim máltíð; andlit hans lýsir djúpri
hryggð og iðrun. Á síðustu myndinni hefur hann snúið aftur heim
til föðurins; aldrað góðmennið, sem enn er með sömu nátthúfuna
og í sama morgunsloppnum, hleypur til móts við týnda soninn sem
krýpur á hnjánum; í bakgrunni er matreiðslumaðurinn að slátra vel
öldum kálfi og eldri bróðirinn spyr þjónustufólkið um tilefni þessa
fögnuðar. Undir hverri mynd mátti lesa viðeigandi ljóð á þýsku.
Allt hefur þetta varðveist í minni mínu fram á þennan dag, rétt
eins og leirpottarnir með ilmsmyrslunum, rúmið með marglita
fortjaldinu og aðrir hlutir sem voru þarna í kring. Ég sé ljóslif-
andi fyrir mér sjálfan húsbóndann, mann um fimmtugt, frískan og
hraustlegan og síða, græna lafafrakkann hans með þremur orðum á
upplituðum borðum.
Varla hafði ég náð að gera upp við gamla ekilinn minn þegar
Dúnja kom með samóvarinn. Þessi litla daðurdrós var fljót að átta
sig á þeim áhrifum sem útlit hennar hafði á mig. Hún hvarflaði
niður stórum bláum augunum; ég fór að spjalla við hana og hún
svaraði mér án nokkurrar feimni, eins og stúlka sem kynnst hefur
heiminum. Ég bauð föður hennar upp á glas af púnsi; Dúnju gaf
ég glas af tei, og við þrjú fórum að ræða saman eins og aldagamlir
vinir.
Hestarnir voru löngu tilbúnir, en mig langaði ekki að segja
skilið við stöðvarstjórann og dóttur hans. Að lokum kvaddi ég
þau; faðirinn óskaði mér góðrar ferðar, en dóttirin fylgdi mér að
vagninum. Á veröndinni staldraði ég við og spurði hvort ég mætti
kyssa hana; Dúnja leyfði það … Margir eru kossarnir sem talið ég
get,
síðan iðju slíka stunda fór,5
en enginn hefur skilið eftir jafn langlífa og ánægjulega minningu.
Nokkur ár liðu og aftur lá leið mín um þennan veg, og á sömu
slóðir. Ég minntist dóttur gamla stöðvarstjórans og gladdist yfir
tilhugsuninni um að hitta hana aftur. En, hugsaði ég, kannski er
einhver kominn í stað gamla stöðvarstjórans; líklega er Dúnja þegar
5 Svo virðist sem ekki sé vitað hvaðan þessi tilvitnun, ef um slíka er að ræða, er komin.