Milli mála - 2018, Blaðsíða 16

Milli mála - 2018, Blaðsíða 16
AVÓKADÓ OG MAÍS 16 Milli mála 10/2018 2. Avókadó og maís Í köflunum sem hér fara á eftir verður, eins og áður sagði, fjallað um tvö orð sem rekja má til tungumála frumbyggja í spænsku Ameríku. Fyrst er sjónum beint að avókadó sem er upprunalega úr tungu indíána í Mexíkó, og alla jafna talið eiga rætur í orðmyndinni ahuacatl í nahuatl, tungumáli hinna fornu Asteka.9 Þá er vikið að orðinu maís sem er rakið til mahiz í taíno, tungumáli frumbyggja sem var talað á eyjum í norðanverðu Karíbahafi þegar Evrópubúar komu þangað í lok 15. aldar. Þetta tungumál, sem telst til arawak- málaættarinnar, er nú útdautt.10 Orðin sem hér eru til umfjöllunar heyrðu spænskir sæfarar og landvinningamenn af vörum frumbyggja í Nýja heiminum um aldamótin 1500 og á fyrstu áratugum 16. aldar. Ekki leið á löngu uns þau tóku að slæðast inn í spænska texta af ýmsu tagi sem fjölluðu á einn eða annan hátt um hina nýfundnu veröld. Þessir textar voru prentaðir á Spáni og seinna þýddir á önnur Evrópumál. Þýðingar á frásögnum Spánverja af Nýja heiminum voru ekki einungis farvegur fyrir ýmsan fróðleik um dýra- og náttúrufar framandi heimsálfu, íbúa hennar og menningu, heldur einnig fyrir orð úr tungumálum frumbyggjanna. Textar og kronikur spænskra annálaritara og trúboða ásamt sendibréfum landafunda- og landvinningamanna á vegum spænsku krúnunnar eru í flestum tilvikum fyrstu rituðu heimildir þar sem orð af þessum uppruna koma fyrir og ennfremur elsta ritaða form þeirra, því frumbyggjar áttu sér ekki ritmál.11 Fyrir vikið er hvort tveggja, ritháttur og hljóðfræðileg gerð orðanna, í rauninni spænskt, það er að segja að hljóðasambönd orðanna sem um ræðir voru spænsk en ekki til að mynda taínísk, nahuatlísk eða quechuísk, o.s.frv. Þau voru, að segja má, í spænskum búningi þegar þau bárust inn í önnur tungumál og þannig voru þau allt þar til þau féllu smám saman að hljóðkerfi og beygingarreglum viðtökumálanna. Í flestum 9 DN = Diccionario del náhuatl en el español de México, ritstj. Carlos Montemayor, México: UNAM, 2009, bls. 22. Tomás Buesa Oliver og José María Enguita Utrilla, Léxico del español de América: su elemento patrimonial e indígena, bls. 84. 10 Sama rit, bls. 106. 11 Inkar notuðu quipu, eða hnútaletur, til að skrá helstu atburði. Mayar og Astekar notuðu mynd- letur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182

x

Milli mála

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.