Milli mála - 2018, Blaðsíða 16
AVÓKADÓ OG MAÍS
16 Milli mála 10/2018
2. Avókadó og maís
Í köflunum sem hér fara á eftir verður, eins og áður sagði, fjallað
um tvö orð sem rekja má til tungumála frumbyggja í spænsku
Ameríku. Fyrst er sjónum beint að avókadó sem er upprunalega úr
tungu indíána í Mexíkó, og alla jafna talið eiga rætur í orðmyndinni
ahuacatl í nahuatl, tungumáli hinna fornu Asteka.9 Þá er vikið að
orðinu maís sem er rakið til mahiz í taíno, tungumáli frumbyggja
sem var talað á eyjum í norðanverðu Karíbahafi þegar Evrópubúar
komu þangað í lok 15. aldar. Þetta tungumál, sem telst til arawak-
málaættarinnar, er nú útdautt.10
Orðin sem hér eru til umfjöllunar heyrðu spænskir sæfarar og
landvinningamenn af vörum frumbyggja í Nýja heiminum um
aldamótin 1500 og á fyrstu áratugum 16. aldar. Ekki leið á löngu
uns þau tóku að slæðast inn í spænska texta af ýmsu tagi sem
fjölluðu á einn eða annan hátt um hina nýfundnu veröld. Þessir
textar voru prentaðir á Spáni og seinna þýddir á önnur Evrópumál.
Þýðingar á frásögnum Spánverja af Nýja heiminum voru ekki
einungis farvegur fyrir ýmsan fróðleik um dýra- og náttúrufar
framandi heimsálfu, íbúa hennar og menningu, heldur einnig fyrir
orð úr tungumálum frumbyggjanna.
Textar og kronikur spænskra annálaritara og trúboða ásamt
sendibréfum landafunda- og landvinningamanna á vegum spænsku
krúnunnar eru í flestum tilvikum fyrstu rituðu heimildir þar
sem orð af þessum uppruna koma fyrir og ennfremur elsta ritaða
form þeirra, því frumbyggjar áttu sér ekki ritmál.11 Fyrir vikið er
hvort tveggja, ritháttur og hljóðfræðileg gerð orðanna, í rauninni
spænskt, það er að segja að hljóðasambönd orðanna sem um ræðir
voru spænsk en ekki til að mynda taínísk, nahuatlísk eða quechuísk,
o.s.frv. Þau voru, að segja má, í spænskum búningi þegar þau bárust
inn í önnur tungumál og þannig voru þau allt þar til þau féllu smám
saman að hljóðkerfi og beygingarreglum viðtökumálanna. Í flestum
9 DN = Diccionario del náhuatl en el español de México, ritstj. Carlos Montemayor, México: UNAM,
2009, bls. 22. Tomás Buesa Oliver og José María Enguita Utrilla, Léxico del español de América: su
elemento patrimonial e indígena, bls. 84.
10 Sama rit, bls. 106.
11 Inkar notuðu quipu, eða hnútaletur, til að skrá helstu atburði. Mayar og Astekar notuðu mynd-
letur.