Milli mála - 2018, Blaðsíða 31

Milli mála - 2018, Blaðsíða 31
ERLA ERLENDSDÓTTIR Milli mála 10/2018 31 Þrátt fyrir að eiga að baki langt ferðalag hefur taínska orðið maís lítið sem ekkert breyst að formi til í viðtökumálunum (spænska maíz, ítalska màis, franska maïs, þýska Mais, danska majs, sænska majs, norska mais, íslenska maís) og merkingin er í öllum tilfellum sú sama og upprunaleg merking orðsins í upprunamálinu. Það er viðbúið að framburður orðsins í hinum ýmsu viðtökumálum sé frábrugðinn upprunalegum framburði taíno-orðsins sem samkvæmt spænskum og spænsk-amerískum fræðimönnum gæti hafa verið /mahiz/ ef litið er til fyrsta ritdæmis orðsins í skrifum Kólumbusar og Las Casas. Hér er hins vegar um vangaveltur að ræða. Eins og áður var vikið að er hvort tveggja, ritháttur og hljóðfræðileg gerð orðanna, í raun og veru spænskt og þau voru, að segja má, í spænskum búningi þegar þau bárust inn í önnur tungumál og þannig voru þau allt þar til þau féllu að málkerfi og ritvenjum viðtökumálanna. Elstu rituðu heimildir orðsins mahiz í spænsku eru frá lokum 15. aldar.117 Á fyrri hluta 16. aldar barst orðið úr spænsku yfir í ítölsku, frönsku, þýsku og ensku. Elstu ritdæmi um það koma alla jafna fyrir í bréfum, ferðasögum eða kronikum, textum sem voru upphaf- lega þýddir úr spænsku eða latínu. Ef litið er til Norðurlandanna þá kemur orðið fyrir í dönskum, sænskum og íslenskum textum frá 17. öld. Í dönsku kemur orðið fyrst fyrir í bókinni Historia Geografica Orientalis eftir Hansen Skonning en hann mun hafa stuðst við þýskar heimildir við ritun hennar. Og í íslenskri þýðingu þessa verks, sem er í handriti í Konunglegu bókhlöðunni í Kaupmannahöfn, er elsta dæmi um orðið í íslenskum texta. Elsta ritdæmið um orðið í sænsku fyrirfinnst í bréfum og skrifum kansellíráðsins Axels Oxenstierna.118 Ekki er ólíklegt að orðið hafi borist í sænskt mál í gegnum þýsku.119 Þá var orðið tekið upp í norsku upp úr miðri 18. öld. Má gera því skóna að orðið hafi borist úr dönsku í íslensku og einnig í norsku, en hafa ber í huga að Ísland og Noregur voru nýlendur Dana í þá tíð og tengsl landanna eðlilega mikil af þeim sökum. Orðin sem hér voru til umfjöllunar bárust, eins og títt er um flökkuorð, land úr landi og úr einu tungumáli í annað. Ferðalag orðanna hófst í samfélögum frumbyggja spænsku Ameríku á 15. 117 CORDE. 118 SAOB, s. v. advokatpäron. 119 Sama rit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182

x

Milli mála

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.