Milli mála - 2018, Blaðsíða 76
TARTUFFE Í SÖGU OG SAMTÍÐ
76 Milli mála 10/2018
listargagnrýnendum helstu frönsku blaðanna. Þannig sagði einn
þeirra tilfærslu leikstjórans hafa misst marks þar sem of mikið gap
væri á milli kjarklausa hræsnarans í texta Molières og hins upprenn-
andi harðstjóra á sviðinu.40 „Sprenging,“ sagði annar blaðamaður
um kraftmikla og litríka sýninguna sem leikin var á litháísku með
frönskum skjátexta.41
Uppsetning Christophs Frick í Staatstheater í Mainz í Þýskalandi,
sem ekki var síður litrík og kraftmikil, var þáttur í þema leikhússins
í Mainz á leikárinu 2017–2018 sem hverfðist um verðmætamat og
sannsögli á tímum falsfrétta og eftirsannleika í anda sjálfs Tartuffes,
sem kemst svo að orði í þýðingu Karls Guðmundssonar: „Því miður
er margt ófagurt, sem ekki sést.“42 Leikhúsinu í Mainz var þannig
gefið það hlutverk að velta upp spurningum sem brenna á okkar
samtíma varðandi vald og baktjaldamakk, það sem sýnist og það
sem er – Schein und Sein.43 Uppsetningin var sjónræn og í anda com-
media dell’arte og brúðuleikhúshefðar þar sem hip-hop tónlist Anatol
Atonal var fyrirferðarmikil og fylgdi verkinu líkt og í þögulli
kvikmynd. Í þessari uppsetningu var sjónum beint að heimilis-
föðurnum Orgon sem tapað hafði öllum áhrifum í fjölskyldu sinni.
Með komu Tartuffes inn á heimilið sáu fjölskyldumeðlimir hags-
munum sínum ógnað og þar með taldi Orgon sig hafa endurheimt
völd sín á heimilinu. Samkvæmt leikstjóranum á tvíræðni verksins
hiklaust erindi til samtímans og vísar í undirliggjandi spurningar
eins og hverjum sé ofaukið, hver á heima hvar og hvern má draga
til ábyrgðar.44 Þessi uppsetning var að mörgu leyti í ætt við túlkun
þýska leikstjórans Michaels Thalheimer sem sett hafði á svið napra
40 Philippe Chevilley, „Avignon 2018: « Tartiufas », les hypocrites au pouvoir“, Les Échos, 20. júlí
2018, https://weekend.lesechos.fr/culture/spectacles/0301995184116-avignon-2018-tartiufas-les-
hypocrites-au-pouvoir-2193011.php [sótt 19. september 2018].
41 Béatrice Bouniol, „Festival d’Avignon : Oskaras Koršunovas fait triompher un « Tartuffe » sur-
volté“, La Croix, 20. júlí 2018, https://www.la-croix.com/Culture/Theatre/Festival-dAvignon-
Oskaras-Korsunovas-fait-triompher-Tartuffe-survolte-2018-07-20-1200956476 [sótt 19. sept-
ember 2018].
42 III, 6, 1097. Í Molière, Þrjú leikrit, bls. 40.
43 Johanna Dupré og Denise Frommeyer, „Theater stellt die Herrschaftsfrage“, Allgemeine Zeitung,
28. apríl 2017, https://www.allgemeine-zeitung.de/lokales/mainz/nachrichten-mainz/theater-
stellt-die-herrschaftsfrage_17850606 [sótt 20. september 2018].
44 Manuel Wenda, „Kampf um den Familienbesitz: Rabiat-turbulentes Molière-Stück am Mainzer
Staatstheater“, Allgemeine Zeitung, 1. mars 2018, https://www.allgemeine-zeitung.de/freizeit/
kunst-und-kultur/theater/kampf-um-den-familienbesitz-rabiat-turbulentes-moliere-stuck-am-
mainzer-staatstheater_18557574 [sótt 20. september 2018].