Milli mála - 2018, Blaðsíða 108

Milli mála - 2018, Blaðsíða 108
NÆRVERA OG TÚLKUN ÞÝÐANDANS 108 Milli mála 10/2018 fylgja langan texta um sögu og starfsemi skólans með upplýs- ingum um staðsetningu, skipulag og jafnvel námskrá og kennara- lista Bessastaðaskóla.65 Sumar athugasemdanna auka auðsjáanlega ekkert á skilning lesandans á sögunni heldur þjóna öðrum tilgangi. Skáldsagan hefst á þessari setningu: Á austan verðu Íslandi liggur hérað eitt, mikið og fagurt, er ..... hérað heitir; þar gerðist saga sú, er hér skal rituð. Hérað þetta er all fjölbyggt, en var þó betur bæjum skipað á dögum Síðu-Halls, og sést nú víða að eins fyrir tóptum, þar sem sögurnar segja, að verið hafi vel hýst höfðingjasetur.66 Punktarnir fimm í héraðsheitinu gefa til kynna að um skáldaðan stað sé að ræða. Poestion notast hér við þrjár stjörnur í þýðingu sinni. Aftur á móti vísar textinn einnig í Síðu-Hall, sögulega per- sónu sem var uppi í kringum árið 1000 á Austurlandi. Lesendur frumtextans hafa haft einhverja hugmynd um þetta en ólíklegt er að þeir hafi þekkt lífshlaup Síðu-Halls. Þekking af þessu tagi skiptir engu máli heldur; einu upplýsingarnar sem lesendur þurfa á að halda eru að sögusviðið er á Austurlandi. En þýðandinn bætir strax við fyrstu aftanmálsgreininni og útskýrir hver Síðu-Hallur hafi verið, hvar og hvenær hann hafi verið uppi, fyrir hvað hann sé þekktur, að Íslandi hafi verið skipt í fjórðunga o.s.frv. Einnig gefur hann upp heimildatilvísanir í tvær sinna eigin bóka, Island. Das Land und seine Bewohner og Einleitung in das Studium des Altnordischen.67 Þar sem þessi skýring bætir litlu sem engu við skilning lesenda á sögunni hlýtur markmiðið að vera af öðrum toga. Þýðandinn leggur fram umfangsmiklar upplýsingar um samhengi sögunnar sem ná langt út fyrir textann og með því bendir hann á og miðlar þeirri þekkingu sem hann hefur viðað að sér af eljusemi. Ef til vill má segja að hér glitti í ákveðinn hégóma sérfræðingsins. Í inngangstextunum og athugasemdunum er athyglisvert að þýðandinn fellir sjálfan sig og lesendur undir hið sameiginlega for- nafn „wir/við“, í fyrstu persónu fleirtölu. Þar vísar hann til þýsku- mælandi, mið-evrópsks samfélags sem er menningarlega frábrugðið 65 Sama rit, aftanmálsgrein 26, bls. 193–194. 66 Jón Þ. Thoroddsen, Piltur og stúlka. Dálítil frásaga, Ísafjörður: Skúli Thoroddsen, 1895, bls. 1. 67 Jüngling und Mädchen, 1900, aftanmálsgrein 1, bls. 188.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182

x

Milli mála

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.