Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1937, Blaðsíða 8
ahnennt mun því sízt hafa verið betri á árinu en næstu ár undan-
farin.
Læknar láta þessa getið:1)
Hafnarfí. Ekki meðalár að gæðum. Afkoma manna hér injög bág-
borin.
Slcipaskaga. Afli til sjávarins með rýrara móti, en þó skárri en árið
áður. Afkoma manna miður góð, nema þeirra, er- stunduðu síldveið-
ar við Norðurland.
Borgarfí. Afkoman versnandi þetta ár, vegna óhagstæðs tíðarfars
og fjárpestar.
Borgarnes. Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika mun afkoma manna í þorp-
inu skárri en víða til sveita.
Ólafsvikur. Almenn afkoma var engu betri á þessu ári en hinu fyrra.
Stgkkishólms. Veturinn hagstæður, en sumarið frekar erfitt bænd-
um. Daglaunavinna í kauptúninu er léleg, enda afkoma almennings
frekar slæm.
Dala. Innlegg bænda í verzlun hækkað, en á kostnað fjárstofnsins,
og vöruverð fór hækkandi, svo að telja má, að afkomu þeirra hafi
heldur hnignað á þessu ári.
Flategjar. Arferðið ekki betra en í meðallagi. Hlunnindabændur
hafa haft góða afkomu, veg'na þess hve hátt verð hefir verið á hlunn-
indum (skinnum og dún). En þeir, sem orðið hafa að lifa á vinnu
sinni eingöngu (daglaunamenn), en meðal þeirra eru sem betur fer
aðeins fáir heimilisfeður í Flatey, hafa átt nokkuð erfitt uppdráttar.
Bíldudals. Afkoina bænda í betra lagi. Atvinna fremur rýr í kaup-
túninu Bíldudal.
Þingegrar. Afkoma bænda sæmileg, vegna hækkandi afurðaverðs.
Afkoma sjómanna óvenju góð. 3 línuveiðarar eiga hér aðsetur og
eru grundvöllur atvinnulífs hér.
Flategrar. Afkoman á árinu var með lakasta móti, sem hún hefir
verið í mörg ár.
Hóls. Fiskileysi, sem verið hefir hér undanfarin ár, hélzt á þessu
ári, þó varla eins mikið og 2 næstu ár á undan. Fjárhagsafkoma fólks-
ins hefir því ekki batnað að neinum verulegum mun.
Ögur. Búskapur bænda nieð betra móti, en sjómenn áttu við fisk-
teysi að stríða.
Hestegrar. Afkoma héraðsbúa í góðu meðallagi.
Begkjarfí. Atvinna manna með bezta móti í héraðinu, og eru það
síldarstöðvarnar á Eyri og Djúpuvík, sem aðallega hafa veitt atvinnu.
Síðastliðið sumar mátti heita, að hver maður, sem vettlingi gat valdið,
væri í vinnu. Hagur fólks má yfirleitt heita sæmilegur, og eng'inn efi
er á því, að hann hefir farið stórum batnandi síðustu árin. Iskyggi-
legt er, hve búskapurinn virðist vera mikið að ganga saman. Bæður
þar miklu um fólksfæðin og svo hitt, hve samgöngur eru afleitar.
Hólmavíkur. Afli til sjávarins var í betra lagi á árinu og afkoma
sjómanna sæmileg, en bændur urðu fyrir miklu tjóni af mæðiveiki
og ráðstöfunum gegn henni.
1) Arsskýrslur (yfirlitsskýrslur) hafa borizt úr öllum héruðum nema úr Rvik,
Patreksfj., Húsavíkur, Hróarstungu, Fljótsdals og Reyðarfj.