Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1937, Blaðsíða 77
gamall, varð fyrir „bómu“ á bát, er féll úr nokkurri hæð ofan á hné
hans og hlaut fract. malleol. extern. sin. Kona, 67 ára gömui, datt
á gólfi og hlaut af framhandleggsbrot. Kona um sjötugt og önnur
kona, 46 ára, skullu niður í hálku og handleggsbrotnuðu um úlnliði.
Piltur, 14 ára gamall, var á skautum i hálku á götunni, náði í bifreið,
sem dró hann á fullri ferð. í einni svipan missti bifreiðarstjórinn
vald á bifreiðinni, og rann hún á lágan grjótvegg með annað hjólið.
Við það hvolfdi henni, og varð pilturinn undir kassa hennar, sem
lenti á brjósti hans og bringspölum. Hlaut af mikil meiðsli (ruptur.
hepat.). Lagður á sjúkrahús. Var sprungán saumuð saman og blóð-
rás stöðvuð, en hún var mikil úr sprungunni. Drengurinn virtist
hress eftir 3—4 tíma, þegar hann hafði náð sér eftir ,,shockið“, en
sjálfsagt þótti mér að ,,opna“, og kom þá hið sanna í ljós. Drengur-
inn nú við góða heilsu. Sjómaður, 29 ára gamall, var að dragnóta-
veiðum. Skrapp hann að spilinu til að slaka á öðru tóginu og inn í
spilkoppinn. Ætlaði hann að rífa kápuna með því að taka í stopp-
vélina, en í því slóst hann yfir um ,,koppinn“ og lenti með vinstri
handlegg undir tógið. Brotnaði á vinstri upphandlegg og framhand-
legg, sem tættist mjög i sundur. Hann hélt handleggnum, en átti í
þessu í fullt misseri. Stundar nú sjóróðra. Sjómaður, 24 ára gamall,
Þjóðverji, var við drátt á botnvörpu. Lenti með hægri hönd milli
borðstokks og gálga, fékk mikið sár á hægri þumalfingur og marði
handarbak og fingur og braut þá. Sjómaður, 19 ára, Þjóðverji, var
við vinduna, rann lil á þilfari og' lenti með 4. og' 5. fingur vinstri
handar undir tóginu á spilinu. Braut þá og tætti í sundur. Sjómað-
ur, 39 ára, Hafnarfirði, á togaranum Haukanesi, var að skipta um
hlera á bakborð að aftanverðu og taka hlera úr skorðum. Afturg'ils
lastur á „brakketi" hlerans, sem gils var krókaður í. Gilsinn krók-
aðist af og féll á hann, og varð hásetinn á milli hlerans og aftur-
gálgans með brjóstið. Braut 4 rif hægra megin. Batnaði. Sjómaður,
16 ára, Þjóðverji, var við stýri, ætlaði að snúa skipinu á bakborð,
en sjór kom undir það og skall þá stýrishandfangið á hægri fram-
handlegg og braut hann neðan miðju (báðar pípur). Sjómaður, 49
ára, Þjóðverji, skall á þilfari í stórsjó. Hlaut fract. condyl. tib. sin.
Sjómaður, 26 ára, lenti með hægri hönd milli gálgatrissu og A'írs.
Reif og tætti vöðva í þumalfingursgreip og blæddi mikið. Batnaði.
Eyrarbalcka. Slysfarir tíðar og sumar stórkostlegar. Fyrst er þess
að geta, að enskur togari fórst með allri áhöfn í brimgarðinum
skammt fyrir austan Eyrarbakka aðfaranótt hins 31. marz. Slyssins
varð ekki vart úr landi, fyrr en allt var um garð gengið, enda hefði
það engu máli skipt, því að skerjagarðurinn er það langt undan landi,
að engri björgun hefði verið hægt við að koma. Fract. phal. II. dig.
III. man. dextr. 1, ossis metatars. I. ped. dext. 1, proc. coracoidei scap.
dextr. 1, claviculae 1, antibrachii dextr. 1, cruris 1, femoris complic..
1, costae 5. Lux. antibrachii 2, humeri 2. Vulnera incisa et con-
quassata 22. Combustiones II. grad. 5. Vulnera sclopetaria 2. Dis-
torsio humeri 1, pedis 4, genu 5, pollicis 1. Contusiones 26. Commotio
cerebri 4. Corp. alien. oculi 8, pharyngis 2. Af völdum bílaksturs
slösuðust 13 menn. Um skotslysin er þessa að geta: Skot hljóp úr