Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1937, Page 161

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1937, Page 161
159 um, deyi smám saman, en hinir, sem viönámsþrótt hafa, lifi. En eftirtektarvert er það, að þegar dánartalan var fallin niður í 8—10, miðað við 10 þús. íbúa, virtist hún allt í einu stöðvast og falla ekki úr því („krítiskt berklamark“ Geissler, Flatzeelc). Og ef betur var aðgætt kom í ljós, að einmitt þessi sama dánartala berklasjúklinga virtist vera meðal þeirra, er við sæmileg efni búa og' góð lífsskilyrði. Meðal fátæklinga var hún allt af hærri, unz sömu aðstæðum var náð. Þá féll hún niður í 8—10 og virtist standa þar í stað. Berldaveikin virðist því hafa tvær rætur (Flatzeck): Aðra er breyt- ist með batnandi hag og aukinni menningu (hin ,,sociala“ rót) og hina, sem virðist hafa slíkt að engu (hin „infektiösa“ rót). En á hana má einnig' hafa áhrif, og' eru dæmin ljósust þaðan, er mikið hefir verið unnið að berklavörnum og' hóp- og heildarrannsóknir teknar upp. Þar er dánartala hinna berklaveiku fallin langt niður fyrir hið „kritiska berklamark" (Danmörk 1935: 5,2; Holland 1935: 5,3: ýmis héruð Þýzkalands og Danmerkur jafnvel 3,2). í þessum löndum er eigi lengur um berklaveikisfaraldur (epidemi) að ræða heldur land- lægan sjúkdóm (endemi), sem virkar berklavarnir með hóp- og heildarskoðunum ættu að geta þurrkað út á nægilega löngum tíma. Hér á landi má telja, að berklavarnarstarfsemi hefjist með berkla- varnarlögunum 1903. Stofnun Heilsuhælisfélagsins 1906 má og telja þýðingarmikinn þátt í baráttunni, en eins og kunnugt er, hafði það íélag það aðalmarkmið að koma á fót heilsuhæli fyrir berklasjúklinga. Árangur starfseminnar var bygging heilsuhælisins á Vífilsstöðum, sem tók til starfa seint á árinu 1910. Árið 1919 kom Hjúkrunarfé- lagið Líkn á fót i Reykjavík hjálparstöð fyrir berklasjúklinga, og mun nánar vikið að starfsemi þeirri síðar. Stærsta sporið er j)ó án efa stigið með berklavarnarlögunum 1921. Eru þau lög ríkinu, en þó einkum milliþinganefnd þeirri, er að þeim stóð, til mikils sóma. í nefndaráliti því, er kom vit árið 1921, gerir nefndin ráð fyrir víðtækri berklavarnarstarfsemi, sem auk þess, er getur í sjálfu frv. til berkla- varnarlaganna, skyldi vera fólgin í stofnun hrákarannsóknarstöðva, sjúkrahússdéilda fyrir berklaveika, barnaheimila, aukinni fræðslu um berklaveiki o. fl. Enn fremur er þar bent á, hve mikla þýðingu stofnun berklavarnarfélags, bygging bústaða fyrir berklaveika og skyldutrygging gegn berklaveild geti haft. Aðalfrumvarpsuppkast nefndarinnar var samþykkt að kalla óbreytt af alþingi sama ár. Og j)ar með eru berldavarnarlögin til orðin. Breyt- ingar þær, er á þeiin hafa verið gerðar fram til þessa, snerta eingöngu hin fjárhagslegu atriði — styrk ríkisins til berklasjúklinga — og hefir allmikið verið þráttað um það mál af stjórnmálamönnunum. Aðrar tillögur nefndarinnar náðu fæstar fram að ganga, en á því leik- ur enginn vafi, að ef þær hefðu allar verið framkvæmdar þegar í stað, árið 1921, þá hefði berklaveikin aldrei gripið svo mjög um sig, sem síðar varð raun á. Hjálparstöð Líknar fyrir berklasjúklinga tók til starfa í Reykjavík árið 1919 og hefir starfað þar síðan. Er stöðin að vísu einkafyrirtæki,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.