Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1937, Blaðsíða 54
5 2
það varð þó til þess, að börnin komu betur þrifin, það sem eftir var
vetrarins.
Hóls. 16 börn eru skráð með eitlaþrota á hálsi og talin berklaveik,
þó að vafasamt geti verið, að berkla sé um að ræða ávalt (börn
alls 114).
Ögur. 129 börn. Helztu kvillar: Kokeitlaauki 47, eitlaþroti 87, blóð-
leysi 2, hryggskekkja 2. Að öðru leyti var' heilsufar meðal skóla-
barna yfirleitt gott.
Hesteyrar. Heilsufar skólabarna ágætt.
Reykjarfj. Við skólaskoðun virtust börnin yfirleitt sæmilega hraust.
Engu barni var vísað frá skóla vegna sjúkdóma. 1 piltur var sendur
heim eftir mánaðar skólavist vegna allskonar óknytta. Var greinileg-
ur psychopat. 1 varð að hætta vegna sjúkdóms, fékk pleuritis exsuda-
tiva. Af kvillum ber langmest á tannskemmdum og eitlaþrota. Af
28 börnurn höfðu 12 kokeitlaauka, 15 höfðu eitlaþrota, 3 merki um
gamla rachitis, 2 smávægilega hryggskekkju, 1 var með eczem á
fæti, 1 acne vulgaris, 1 conjunctivitis, 4 voru nærsýn (börn alls 28).
Sahli var gert á öllurn börnunum, og yfirleitt voru þau frekar blóð-
lítil, en engin þó alvarlega. Öll virtust börnin hraust í lungum.
Hólmavíkur. Skólabörn hafa yfirleitt verið hraust. Helztu kvillar,
auk tannskemmda, eru stækkaðir kokkirtlar og bólgnir hálskirtlar, að
því er virðist meinlausir. Stækkaðir kokkirtlar 10, scoliosis 4, sjón-
gallar 2, flogaveiki 1, bólgnir hálskirtlar 10 (börn alls 123).
Miðfj. Alls skoðuð 167 skólabörn. Helztu kvillar þeirra: 54 höfðu
eitlaþrota, að mestu smávægilegan, 28 kirtilauka í koki, 3 blepharitis,
2 kyphosis, 1 poliomyelitis sequele, 1 adachtyli, 1 enuresis, 1 bron-
chitis, I struma, 1 megacolon, 1 otitis media, 1 eczema, 1 arthritis,
1 strabismus.
Blönduós. Um kvilla skólabarna (201 alls) svipað að segja og und-
anfarið. Þó stefnir þar allt frekar í rétta átt. Þannig ber heldur minna
á lúsinni ár frá ári. Ekki eru alveg eins mörg börn með tannskemmd-
ir og rachitiskar rifjaskekkjur og' 1934. Ef til vill má víða lesa ár-
ferðið 10—15 ár altur í tímann út úr tönrium og rifjum skólabarn-
anna. Sjóngalla höfðu 36 börii, scoliosis eða kyphosis 9, rifjaskekkjur
13, flatt brjóst 9, vegetationes adenoideae 5, kirtlaþrota 3, blóðleysi
2, inálgalla 4, strabismus 2, psoriasis og aðra húðkvilla 3, hjarta-
galla 2, appendicitis 1. Gallalaus voru 33 börn. Líkamslýtalaus voru
52. Líkamslýtalaus voru nú 25,87% skoðaðra barna í héraðinu, en
bæði líkamslýtalaus og lúsalaus 16,42%.
Hofsós. Vegna kláða var 3 börnum vikið úr skóla um stundarsakir
í Holtshreppi. Nit og lús virðist heldur í rénun meðal skólabarna í
héraðinu, og má mikið þakka það sífelldum áminningum (börn
alls 150).
Siglufj. Eins og' áður bar mest á tannskemmdum, og mun svo verða,
unz hér sezt að tannlæknir. Eins og áður voru berklapositivu börn-
in gegnlýst, röntgenmynduð og mörg' látin ganga í ljós. Með slíkri
athugun ætti að vera útilokað, að berklasmitandi börn sæktu skóla.
Hjúkrunarkona starfaði við barnaskólann, gerði að kaunum og
meiðslum, lúshreinsaði börnin og leit eftir hreinlæti þeirra. Við skóla-