Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1937, Blaðsíða 23
21
bandi við hana, allþung, og olli dauða 5 manns, en flest var það
gamalt fólk. Af öðrum fylgikvillum mætti helzt geta eyrnabólgu,
sem ltom fyrir í nokkrum tilfellum, einkum hjá börnum.
Borgarfj. Helzta farsóttin þetta ár. fi. marz komu Hvannevringar
í heimboð að Reykholti. Þá var ekki vitað um inflúenzu þar né
annars staðar í héraðinu. Daginn eftir veiktust 2 Hvanneyringar,
nýkomnir frá Reykjavík, af inflúenzu, og síðan hver af öðrum í
skólunum báðum. Sama daginn og þeir fyrstu voru að veikjast í
Reykholti, var haldinn þar fjölmennur bændafundur, vegna fjár-
pestarinnar. Þetta varð lil þess, að inflúenzan breiddist út með slík-
um hraða, að óvanalegt er í sveitum. Eftir því sem ég komst næst,
sýkti hún að minnsta kosti 400 manns á 43 stöðum þenna mánaðar-
tíma, sem hún gekk. Veikin var allþung á mörgum, en fylgikvillar
voru ekki aðrir en lungnakvef og lungnabólga. 2 dóu, barn 6 mán-
aða (lungnabólga, krampar) og maður á tíræðisaldri.
fíorgarncs. Aldan reið hér yfir í marz og fyrri part aprílmánaðar.
Fjöldi veiktist. Sóttin var allþung, enginn dó, en margir voru lengi
eftir sig.
Ólafsvikur. Barst fyrst í héraðið síðari hluta febrúarmánaðar, en
Jítið kvað að veikinni fyrr en í marz. Fór hún verulega að géra
vart við sig í Ólafsvík í marzbyrjun, en á Sandi um 20. marz. Svo
virtist í byrjun sem veikin væri með tvennum hætti. Þau tilfellij
sem komu fyrir í Ólafsvík, voru létt, en veikin i byrjun þj'ngri á
Sandi. Síðar varð þó ekki gerður greinarmunur á þessu. Veikin var
yfirleitt allþung og töluvert mikið um fylgikvilla. Lungnabólgu fengu
6 sjúklingar, þar af 1 empyema pleurae. Eyrnabólga var algengur
fylgikvilli. 5 sjúklingar dóu. Sóttin gekk aðallega yfir í marzmánuði
og fram i apríl, en varð þó vart til maíloka. Auk þessa faraldurs,
gekk nokkur inflúenza í janúármánuði, og voru það eftirstöðvar
sóttar þeirrar, sem gekk í héraðinu síðustu mánuði fyrra árs.
Stykkishólms. Barst inn í héraðið um miðjan marzmánuð. Fór
hratt yfir, því að um 20. apríl eru síðustu lilfellin skráð. Fólk fékk
háan hita, þurran hósta, mikinn höfuðverk og beinverki í 3—4—5
daga, og síðan batnaði því fylgikvillalaust, ef það fór gætilega með sig.
Dala. Barst aðeins í 2 hreppa í apríl og maí, en að öðru leyti tókst
að verja héraðið fyrir henni með samgöngubanni, sem fyrirskipað
var og stóð í 2 mánuði. Nokkrir af þeim, sem fengu veikina, urðu
þungt haldnir og fengu slæma fylgikvilla (lungnabólgu o. fl.).
Flateyjar. Aðallega í Múlasveit.
Þingeyrar. Barst inn í héraðið í aprílmánuði. Stóð yfir hátt á ann-
an mánuð. Náði mikilli útbreiðslu og gekk hratt yfir. Fremur væg
og hafði litlar afleiðingar.
Flateyrar. Gekk í ársbyrjun og tók æði marga.
Hóls. Gekk i marz, apríl og maí. Veikin ekki mjög erfið, þó að
sumum einstaklingum fyndist nokkuð til um hana, og dauðsföll urðu
ekki af hennar völdum, né áberandi fylgikvillar.
ísafj. Inflúenza barst hingað í marzmánuði. 1 sjúklingur dó.
Ögur. Væg inflúenza gekk í apríl, maí og júní.
Hesteyrar. Inflúenza barst hingað frá Reykjavík í byrjun marz-