Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1937, Blaðsíða 60
traumat. invet. 1, iritis & iridocycl. seq. 4, keratoconj. ekzemat. 1,
leukoma corn. total. 1, macula corn. 6, meibomitis 4, „mouches
votantes“ 1, myopia 27, neuritis supraorbitalis 1, oedema palpebr. 1,
opacitates corn. cong'en. 1, opthalmopleg. ext. congen. 1, phthisis bulbi
3, presbyopia 23, presb. praecox 2, presb. tarda 1, ptosis congen. 1,
retinitis pigm. 1, scleritis 1, sclero-keratitis 1, strab. convergens 6,
ulc. corn. simplex 1, verrucae palpebr. 1.
Sjúklingurinn með conj. trachomatosa seq. er 71 árs ógift kona,
nú til heimilis á Siglufirði. Leitaði mín fyrst í ágúst 1929. Hafði hana
síðan til meðferðar á Akureyrarspítala i ca. lti vikur, en áleit, að
þeim tíma liðnum, forsvaranlegt að levfa henni að fara heim með
lyf, ásamt fyrirlagi um að sýna sig á hverju ári. Næst vitjaði sjúk-
lingurinn mín í ágúst 1931, og var þá ástandið sem hér segir: V. o. d.
ÍÍ2 -f- 0,50. V. o. s. fg. í 4 mtr. Mikill óreglulegur astigmatismus, sér
engu betur með cyl. gl. Ekkert að sjá við opthalmoscopi. Á efri %
corneae eru óreglulega lagaðar maculae eftir pannus trachomatosus,
meiri og þéttari v. megin. A conj. palp. sup. er mikið af gömlum
örum. Nokkur tarsusbeygla. Vottur af argyria palp. inf. Engin sekretion
og líðan í augum góð. Síðan hefir sjúklingurinn ekki látið sjá sig
fyrr en í sumar. Kveður sér hafa liðið vel í augunum fram að þessu,
og sjón haldist óbreytta, en hefir gengið til læknis síðustu dagana
vegna rennslis úr augum eftir nýafstaðna inflúenzu. Sjón reyndist
óbreytt frá því sem var. Sekretion ofurlítið meiri, engin merki upp á
recidiv (,,korna“-myndun). í sambandi við þenna trachomsjúk-
ling vil ég geta þess, að hinn 4. sept. 1937 leitaði mín kona úr Skaga-
firði, 42 ára að aldri, vegna galla á sjónlagi. Sagði hún mér, að fvi'ir
22 árum hefði hún leitað augnlæknis (A. F.) vegna þrota í augum.
Kvað hann trachoma ganga að henni og gizkaði á, að hún myndi hafa
smitazt af útlendum betliflækingum (svo kölluðum „Armeníumönn-
um“, en þeir ftökkuðu hér víða um land, laust eftir aldamótin), seni
höfðu komið á heimili hennar 10 árum áður. Var hún um hríð til
meðferðar hjá augnlækni, og notaði siðan „sterkt meðal“ (As?)
heima hjá sér í heilt ár. Hefir síðan verið góð i augunum, og ekkert
rennsli úr þeim. Innan á báðum augnalokum finnast typiskar trach-
omörmyndanir, en corneae eru vel gegnsæjar. Á h. cornea er þó tals-
verður óreglulegur astigmatismus, sem sjúklingurinn hefði vel getað
fengið upp úr pannus trach., en hann getur batnað og horfið alveg
ótrúlega, ef tilfellið er ekki orðið allt of gamalt, og rétt meðferð er
viðhöfð. Ég tel fullvíst, að hér hafi verið um trach. að ræða, en þykir
mjög ólíklegt, að sjúklingurinn hafi smitazt svo snemma. En hati
smitun ekki orðið samkvæmt ágizun A. F„ hvernig hefir hún Þ»
atvikazt? Hér er um ungling að ræða, uppalinn á fremur afskekktu
sveitaheimili, ungling, sem ekkert fer og' fáa hittir, nema næstu na-
granna. Beinast liggur við að álíta, að smitun hafi borizt frá Siglu-
firði gegnum einhvern óþekktan þriðja mann. Síðan síldariðnaður
hófst á Siglufirði, hafa samgöngur milli hans og Skagafjarðar verið
mjög miklar yfir síldartímann, og óhætt er að gera ráð fyrir, að til
Siglufjarðar komi alltaf öðru hverju og' hafi komið útlendir trachoin-
sjúklingar. Hvað fyrrgreinda Sig'lufjarðarkonu snertir, þá mun hun