Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1937, Blaðsíða 163
161
fyrstur manna hafa skrifað um hina nauðsynlegu útbreiðslu rÖnt-
gentækjanna. Sumarið 1935 leitaði ég til Thorvald Madsen forstöðu-
manns Serumstofnunarinnar í Kaupmannahöfn, en hann hefir, eins
og kunnugt er, um langt árabil átt sæti í heilhrigðisnefnd þjóða-
bandalagsins og verið formaður þar um skeið. I erindi mínu leitaði
ég eftir erlendum styrk til þess að berklaprófa alla íslendinga og
röntgenskoða þá, er jákvæðir reyndust, með því að hér væri um að
ræða „epidemiologiskar“ rannsóknir, er hefðu alþjóðlega þýðingu.
Hann tilkynnti mér síðar, að enginn styrkur gæti fengizt til þessa,
og fullyrti jafnframt, að eigi myndi þýða að leita á náðir Rockefeller-
slofnunarinnar sem stæði, þar eð hún hefði aðrar rannsóknir með
höndum. í erindi, sem próf. Sigurður Magnússon flutti í Læknafélagi
Reykjavíkur vorið 1937, taldi hann kleift að röntgenskoða alla íbúa
Reykjavíkur í berklavarnarskyni. Og s. 1. sumar, er ég var erlendis,
leitaði ég' enn á náðir mikilsmetinna manna, meðal annarra Medicinal-
direktörs Frandsen og landa okkar, Skúla Guðjónssonar. Taldi ég
líkleg't að framkvæma mætti í senn víðtækar berklarannsóknir,
mataræðisrannsóknir, erfðafræðilegar og mannfræðilegar (anthro-
pologiskar) rannsóknir. Árangur þessara málaleitana varð sá, að
skrifað var til ríkisstjórnarinnar og landlæknis og' það talið líklegt,
að takast mundi að fá danska sjóði (Carlsberg og Petersens Fond)
lil þess að styrkja slíka starfsemi. En úr því varð eigi, að til þess
kæmi að svo stöddu.
Það virðist því eigi önnur leið fyrir hendi en að vinna að berkla-
rannsóknum okkar og berklavörnum upp 4 eigin spýtur, og það er
sjálfsagt hið bezta. í fjárlögum fyrir árið 1936 voru í fyrsta sinn
veittar kr. 15 þús. til heilsnverndarstöðva-starfsemi gegn tvöföldu
framlagi annars staðar frá. Og í fjárlögum fyrir árið 1939 er gert ráð
fyrir kr. 18 þús. í sama augnamiði. Er þannig raunverulega um 54
þús. kr. fjárframlag að ræða, ef aðrir aðiljar (bæjarfélög og sjúkra-
samlög) fást til að sinna málinu, en á því eru góðar horfur. Fé þessu
hefir fyrst og.fremst verið varið til stöðvarinnar Líknar í Reykjavík,
og einnig er nú ákveðið, að berklavarnarstöðvar taki til starfa þann
1. n. m. á Akureyri, ísafirði, Vestmannaeyjum, Siglufirði og á Seyðis-
firði síðar í haust. Stöðvarnar eru alls staðar nema í Reykjavík rekn-
ar í sambandi við sjúkrahúsin. Á Akureyri er gert ráð fyrir, að hælis-
læknirinn á Kristnesi starfi við stöðina ásamt héraðslækni Akur-
eyrar, en í hinum kaupstöðunum héraðslæknar og sjúkrahúslæknar
jöfnum höndum. Þá á hver stöð að hafa yfir hjúkrunarkonu að ráða
lil jafns við barnaskóla kaupstaðarins.
Starfssvið þessara stöðva er í öllum tilfellum hið sama. Með berkla-
prófi á hörnum er leitazt við að finna berklaheimilin og þau ásamt
hinum, sein þegar eru kunn af skrásetningu berklasjúklinganna,
rannsökuð. En þetta er aðeins upphaf starfsins, rannsókn á berkla-
veiku umhverfi, því að gert er ráð fyrir að færa út kvíarnar og taka
fyrir heildarskoðanir, svo fljótt sem auðið er, og röntgenskoða alla
ibúa þessara bæja, helzt árlega, en að minnsta kosti annaðhyert ár.
Á þennan hátt ætti að mega takast að rannsaka á tveggja ára fresti
•>\