Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1937, Side 92

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1937, Side 92
90 laus við lús, og það var ekki fátítt, að héraðslæknir legði fleiri eða færri lýs í biiið, er hann kom úr ferðalögum. Nú síðari árin hefir slíkt varla komið fyrir. Þá mátti heita leitun á manni, sem ekki hrækti hvar sem stóð, en svo má heita, að slíkt sjáist aldrei nú, né hafi sézt í mörg ár. Kossaósiðurinn hefir mjög rénað á síðari árum. Mjög óvíða var nokkur gluggi á hjörum í baðstofum eða öðrum íbúðum, og þótt einhvers staðar væri, voru flestir logandi hræddir við að opna af ótta við súginn og það þótt logn væri eða glugginn sneri undan vindi. Einkum var varast að opna glugga, ef sjúklingur var inni. Á þessu er nú orðin gagngerð breyting. Og svona mætti lengi telja. En vitaskuld stendur þó margt, er að þrifnaði lýtur, til bóta enn þá. Einkum vantar mikið á, að utanhússþrifnaður sé í góðu lagi. Meðal annars vantar enn salerni á mörg heimili, og þau, sem til eru, mörg illa úr garði gerð. Nokkur framför hefir þó líka orðið í þessu efni á síðari árum. Vatnssalernum fjölgar nokkuð árlega, og mun fjölga örar, ef betur verður séð fyrir fráræslu í kauptúnunum en fram að þessu hefir verið gert. Höfðahverfis. 2 steinhús hafa verið reist í Fnjóskadal og 1 endur- hætt. Mörg hús hér í héraðinu eru ekki fullgerð, og mun þar um valda getuleysi manna og svo hitt, að menn vilja sem mest smíða sjálfir á þeim tímum, sem Htið eða ekkert er að gera. Öxarfj. ,,Jarðir“ munu 75 í héraðinu að frátekinni Raufarhöfn. Mér telst svo til, að á þessum jörðum og' að frátekinni Raufarhöfn og Kópaskeri hafi verið byggt 71 íbúðarhús síðan 1921, nær öll á síð- ustu 10 árum og flest síðan 1930. Þar að auki ógrynni af viðbyggð- um skúrum (sem með hverju ári vaxa út úr þessum húsum), fjós- um, safngryfjum og' fjárhúsum. Þó telst mér til, að ekkert íbúðarhús hafi verið býgg't á 21 jörð á þessum tíma, svo að íbúðarhúsin, 71, koma á 54 jarðir. Það hafa sem sé afar víða verið byggð 2 íbúðar- hús (líka nokkur nýbýli, en þau eru nær öll i heimatúni og því nafn eitt). Arinars skipta „jarðir“ minna máli í þessu sambandi. Mér telst svo til, að á þessum 75 jörðum séu nú sem stendur 109 fjölskyld- ur, sem þörf hafi á íbúðum út af fyrir sig (samkvæmt nútímakröf- um). 71 hefir nýtt íbúðarhús, 38 ekki. Nú búa 10—15 af þeim í timbur- eða steinhúsum, sem voru nýleg (10 ára og yngri) árið 1921. En þau hús voru flest illa gerð og eru mörg leiðindaskrokkar og ekki til frambúðar. Einstaka gott, önnur ónýt. Mér virðist, að 29 af þessum 38 fjölskyldum, sem búa i eldri húsum en frá 1921, séu í óviðunandi húsakynnum. Sem sé: 29 af 109 fjölskyldum búa í hús- um, sem eru bæði gömul og slæm. En hve margar fjölskyldur búa í húsum, sem eru ruj og slæm? Þá er ótalið, að Raufarhöfn og Kópa- sker hafa að mestu verið bvggð upp á þessum árum. A Raufarhöfn eru flest húsin lítil, léleg og ódýr — og umfram allt ljót. Ræði kauptúnin þyrfti að skipuleggja að götum og gerð. A sumri komanda er í ráði að byggja íbúðarhús á 5—6 bæjum. Með sama áframhaldi verða eftir nokkur ár öll g'ömul hús úr sögunni nema væntanlega læknisbústaðurinn, sem nú er 27 ára fúahjallur, en var í upphafi mjög övandlega byggður og hefir að þessu ekki getað fúnað vegna þess, hve vel hefir blásið í gegnum hann.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.