Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1937, Blaðsíða 100
98
í því eiga hinar prentuðu leiðbeiningar um meðferð ungbarna, sem
hver sængurkona í héraðinu er látin fá.
Vopnafi. Meðferð á ungbörnum virðist mér sérstaklega góð, og
börn, eldri sem yngri, virðast þroskamikil og yfirleitt vel hraust.
BeruJJ. Meðferð ungbarna yfirleitt góð. Allar mæður fá leiðbein-
ingar um meðferð þeirra. Lítið um kvilla hjá ungbörnum. Ekkert
barn dó á árinu af þeim, sein fæddust með fullu lífi.
Vestmannaeyja. Meðferð ungbarna yfirleitt góð.
Grímsnes. Meðferð ungbarna góð.
Keflavíkur. Meðferð ungbarna er sæmileg, því að mörg fá brjóst,
og nokkuð hygg ég, að leiðarvísir um meðferð ungbarna hjálpi mæðr-
um i þessu efni.
9. íþróttir.
Útiíþróttir fara í vöxt, ferðalög og' fjallgöngur á suinrum og skíða-
ferðir á vetrum. Að sumu leyti virðist þó tízkutildur ráða hér meira
cn tilfinning fyrir gildi íþróttanna út af fyrir sig'.
Læknar láta þessa getið:
Hafnarjj. Íþróttalíf eykst.
Skipaskaga. Ekkert leikfimishús er í kauptúninu. Helzta íþróttin,
sem stunduð er, er knattspyrna á sumrum. 2 flokkar úr barnaskóla
Akraness fóru til sundnáms að Reykholti og' lcomu að vanda með
eyrnabólgu og kvef og' jafnvel ekki laus við óþrif. Surudiðkanir í sjó
voru með minna móti í ár vegna óhagstæðrar veðuráttu. t sveitum
hefir sama og' ekkert íþróttalíf verið — aðeins lítils háttar sundiðk-
un í Leirárlaug'.
Borgarfj. Sundnámskeið eru haldin á hverju vori i Reykholti og
viðar. Iþróttir annars lítið stundaðar nema leikfimi í skólunum
tveimur.
Borgarnes. Iþróttir eru lítið stundaðar hér, og þótt svo eigi að
heita, að íþróttamót sé haldið hér á sumrin, þá er það meira í orði
en á borði, en slys hafa þau stundum í för með sér, t. d. lá við stór-
slysi á síðasta íþróttamóti hér, þegar stór blýkúla lenti í höfuð eins
íþróttamannsins, en fyrir sérstaka heppni varð minna úr áverka en
út leit fyrir í fyrstu. Annar maður fór úr axlarlið, og' eitthvað var
fleira athugavert. Okkar fornu íþrótt, glímuna, sé ég mjög sjaldan.
Einhver áhugi er að vakna fyrir skíðaíþrótt hér sein annars staðar
á landinu, og var það í fyrsta sinn í vetur, að ég sá fólk á skíðum
hér, og' hefi ég þó verið hér næstum 15 ár, enda sjaldan snjór hér og
því síður sldðafæri. Um sundlaug er nú farið að tala hér og safna
fé til hennar.
Dala. Tvö sundnámskeið voru haldin á Laugum í Hvammssveit,
annað að vorinu fyrir skólabörn, hitt í nóvember fyrir fullorðna.
Sæmilega sótt.
Þingegrar. Hér er gamalt íþróttafélag, sem aldrei hefir sofnað út
af. Áhug'i fyrir inniíþróttum fer minnkandi. Aftur á móti er sund
nokkuð iðkað. Þó einkum skiðaferðir, sem út af fyrir sig' eru ágætar.
Einhvern veginn verka þær þó þannig á áhorfendur, að þar sé öllu
meiri áherzla lögð á fatnað og útbúnað allan en á sjálfa íþróttina,