Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1937, Blaðsíða 110
108
Ísafí. Bólusett í Eyrarhreppi en ekki á ísafirði. Ætlunin að gera
það i haust, en horfið frá því vegna stöðugra illviðra og lasleika í
hörnum.
Reijkjarfí. í fyrsta skipti í mörg ár var tekin upp regluleg bólu-
setning í héraðinu á síðastliðnu sumri. Bóluefni, er ég fékk sent,
entist þó ekki í nærri öll börnin. Ljóðsmæður önnuðust bólusetn-
inguna. En mjög skipti í tvö horn hjá þeim um árangur. Hjá annarri
kom bólan út á nærri öllum börnunuin, en á mjög fáum hjá hinni.
Miðfí. Bólusetning féll alveg niður í einu umdæminu. Bóla kom
yfirleitt vel út. í einu umdæminu kom þó engin bóla út, og hefir að
líkindum valdið, hve seint var bólusett (seint í september) — bólu-
efnið verið orðið ónýtt.
Sauðárkróks. Bólusetning fór fram í öllu héraðinu.
Svarfdæla. Bólusetningar fóru fram í öllu héraðinu.
Grimsnes. Bólusetning fór nú fram í öllum hreppum héraðsins,
sem mín vitneskja nær til, en um Þingvallasveit er mér ókunnugt.
Bólan kom vel út, og veiktust nokkur börn með háum hita af bólu-
setningunni. Ekkert þeirra hlaut varanlegt mein þar af.
Keflavíkur. Bólusetning fór nú fram i öllu héraðinu, en hafði fallið
niður undanfarin 2 ár vegna farsotta.
21. Skoðunargerðir eftir kröfu lögreglustjóra.
Héraðslæknar geta ekki um skoðunargerðir eftir kröfu lögreglu-
stjóra, en frá Rannsóknarstofu Háskólans hefir borizt eftirfarandi
skýrsla:
1. 27. jan. L. F.-son, 60 ára, Akureyri. RotiS lík, sem fannst í flæðarmálinu.
Alyktun: Drukknun.
2. 23. marz. P. J. J.-son, 68 ára, Rvik. Fannst örendur á götu í Rvik. Við krufn-
ingu fannst mjög stórt hjarta (630 gr), mikil hypertrofi á v. ventric. Álykt-
un: Hypertensio. Paralysis cordis.
3. 3. maí. G. B.-son, bílstjóri, 23 ára, Rvík. Ók ásamt tveim lögregluþjónum fram
af hafnarbakkanum út í sjó. Báðir lögregluþjónarnir brutust út um rúðu á
bílnum, og komst annar lífs af, en hinn og bilstjórinn drukknuðu. Ályktun:
Greinileg drukknunareinkenni. Melting í fullum gangi, og auk þess fundust
einkenni um lungnabólgu i afturbata. Þetta tvennt hefir e. t. v. átt sinn þátt
í því, að maðurinn hefir verið sljórri en hann átti að sér, enda seint á ferð
(kl. 1% að nóttu).
4. 21. júní. Þ. G.-son, 41 árs, Rvík. P'annst liggjandi á eldhúsgólfi heima hjá
sér, þar sem skrúfað hafði verið frá 3 gashönum, en troðið bréfrenningum
upp i rifur með hurðinni og aRir gluggar lokaðir. Ályktun: Kolsýrlingseitrun.
5. 2. ágúst. P. Hj. $ 72 ára. Hinn látni hafði horfið frá heimili sínu þ. 16. júlí,
og líkið fannst ekki fyrr en daginn áður en krufningin fór fram, í flæðar-
málinu í Nauthólsvík við Rvík. Var þá orðið allmjög rotið. Ályktun: Líkið
hefir legið lengi í sjó. Engin áverkamerki, en vegna rotnunar finnast ekki
greinileg einkenni, sem skorið gætu úr því, hvort hinn látni hafi drukknað
eða ekki.
6. 8. sept. S. S.-son, 40 ára, Rvík. Varð fyrir vörubíl, sem með pallshorninu lenti
á andliti mannsins, svo að það mölbrotnaði. Kjálki og tennur brotnuðu, og
hafði kokið að miklu leyti lokazt af brotunum.
7. 20. sept. Ó. G.-dóttir, 80 ára, Rvík. Fannst örend i rúmi sinu, og streymdi gas
úr opnum hana á eldavél í sömu stofu. Gashaninn hafði verið mjög kvikur,
og var ekki talið ósennilegt, að hann hefði opnazt af lítilli snertingu, án þess
af væri vitað. Ályktun: Kolsýrlingseitrun.