Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1937, Blaðsíða 21
19
veikinni hófst síðasta janúar, og voru bólusettir rúmlega 200 af eyjar-
skeggjum, flestir þrisvar. Af taugaveikissjúklingunum dóu 2, annar á
eynni, hinn í Akureyrarspítala. Þrátt fyrir ýtarlegar eftirgrennslanir
varð ekki fundið, hvaðan veikin barst í eyna.
Vestmannaeyja. Smitun frá sóttberanum O. B. gerði vart við sig
um áramótin.
Grimsnes. Kona sú, sem talin er hafa verið smitberi undanfarin ár
(A. Þ.), býr, eins og áður, á einni afskekktustu jörðinni í hreppnum
(Grímsneshreppi), og hefir ekki orðið mein að, síðan' hún fluttist
þangað.
Keflavíkur. Sami smitberi og árið áður (í Keflavík).
8. Iðrakvef (gastroenteritis acuta).
Töflur II, III og IV, 8.
Sjúklingafjöldi 1928—1937:
1928 1929 1930 1931 1932 1933 1934 1935 1936 1937
Sjúkl......... 2370 2515 2037 3138 2523 3200 1585 1790 1740 1635
Dánir ........ „ 4 4 5 1 8 1 „ 2 „
Svipuð sjúklingatala og síðast liðin ár og virðist haga sér svipað,
oftast dreifð tilfelli, sjaldnar eiginlegir og sízt litbreiddir faraldrar. 1
Hornafjarðarhéraði er getið einkennilegs faraldurs, sem naumast hefir
verið eiginlegt iðrakvef.
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. Stakk sér niður lítils háttar. Þó aldrei neinn verulegur
faraldur að.
fíorgarfj. Vægur faraldur í júlí, viðloðandi árið út.
Borgarnes. Framan af árinu ekkert tilfelli, en úr því nokkur tilfelli
á rnánuði, allt árið út.
Reykhóla. Iðrakvef gekk í júlí. Flest börn og unglingar, sem
veiktust.
Hólmavíkur. Talsvert áberandi kvilli um haustið í lok sláturtíðar
og fram til áramóta.
Miðfj. Stingur sér niður, aðallega haustinánuðina, en enginn far-
aldur.
Blönduós. Hefir stungið sér niður flesta mánuði ársins, en einkum
þó um miðsumarið.
Siglufj. Varð vart allt árið, en aldrei verulegur faraldur.
Ólafsfj. Stakk sér niður.
Svarfdæla. Gekk aldrei sem farsótt.
Hornafj. Faraldur seinni helming ársins. Fór hægt yfir og sjúkl-
ingar vafalaust fæstir skráðir, því að margir veiktust, en flestir vægt.
Þetta var ólíkt venjulegu iðrakvefi að því leyti, að flestir fengu engan
niðurgang, heldur aðeins uppsölu, sem venjulega stóð einungis %—1
sólarhring. Sumir urðu þó verr úti að því Ieyti, að uppsalan stóð leng-
ur, stunduin með sárum kviðverkjum og seinna þrálátur niður-
gangur með sleni og lystarleysi. Mjög sjaldan blóð i saur. Einstöku
fengu jafnvel óljós meningitiseinkenni, höfuðverk og hálsríg. 1
stúlka dó. Hún hafði fyrst uppsölu einn dag, en fannst hún síðan