Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1937, Blaðsíða 22
20
frísk, nema hvað hún kenndi ináttleysis í koki, svo að hún átti erfitt
með að kingja. Einnig fór hún bráðlega að sjá tvöfalt. A ca. 4. degi
fór hún að fá hita, lítinn fyrst, en vaxandi upp í 40°. Jafnframt
ágerðist diplopian og koklömunin, svo að sjúklingurinn gat alls engu
kingt, en engin bólga var þar sjáanleg. Á- ca. 10. degi tók mandibula
(sic) hægra megin að bólgna, með ödemi niður í ]>harynx og nokkrum
andþrengslum, sem þrátt fyrir stóra kalkinjectio um kvöldið ágerð-
ust skyndilega um nóttina og kæfðu hana á skammri stund. Háls-
rígur var lítill, en höfuðverkur kom fljótt og ágerðist með hitanum.
Babinski plantar- og patellarrefleksar mjög daufir. Faðir stúlk-
unnar veiktist um sama leyti og fékk einnig diplopi, sem hvarf ekki
að fullu fyrr en eftir 3—4 vikur. Auk þess var hann lengi slappur
og lystarlíti 11 og varð illt af öllum mat.
Síðn. Samtímis kvefsóttinni i júní gekk iðrakvef, en mun þó ekki
hafa verið fylgikvilli. Bar mest á velgju og uppsölu, einkum í börn-
um. Voru sum að kúgast %—1 sólarhring.
Mýrdals. Varð lítið vart.
Vestmannaeijja. Einkum áberandi á haustin.
Rangár. Gerði lítið vart við sig.
Eyrarbakka. Naumast svo, að í augu gangi sem farsótt.
Grimsnes. Örfá tilfelli og væg.
Keflavíkur. Slangur, bæði fyrri og síðari hluta árs. Létt.
9. Inflúenza.
Töflur II, III og IV, 9.
S juklingafjöldi 1928—1937:
1928 1929 1930 1931 1932 1933 1934 1935 1936 1937
Sjúkt......... 5090 71 10 1168 7362 1282 6578 670 11229 212 21977
Dánir ........ 17 21 5 22 1 14 6 23 5 87
Það fór eftir reglunni um inflúenzu annað hvert ár, sem gilt
hefir að undanförnu, að inflúenza gekk yfir landið á þessu ári, út-
breiddari og skæðari en lengi hefir verið, og hafa ekki jafnmargir
dáið úr inflúenzu síðan 1918. Þegar inflúenza gengur, tíðkast mjög,
að reynt sé að tefja fyrir mjög örri útbreiðslu með því að loka skól-
um og með meira eða minna víðtækum samkomubönnum. Ber það
stundum tilætlaðan árangur. Þá er og stundum viðleitni til þess,
einkum þegar inflúenza gengur á þeim árstíma, að samgöngur megi
helzt tefjast, að einstakar sveitir reyni varnir. A þessu ári var það
e. t. v. slíkum vörnum að þakka, að heft var útbreiðsla inflúenzu í
Síðuhéraði. Á Austfjörðum var og vörnum beitt við skip, og má
vera, að því sé það að þakka, að Austfirðir (frá Hornafj. til Vopnafj.)
sluppu við inflúenzuna, ef því má þá trevsta. Grunsamlegt kvef gekk
a. m. k. sums staðar á þessu svæði samtímis inflúenzunni annars staðar.
Læknar láta þessa getið:
Hafnarfj. Inflúenza í febrúar, all-útbreidd, en væg, með fáum
dauðsföllum.
Skipaskaga. Hin eina farsótt, sem gerði verulega vart við sig á
árinu. Var í þyngra lagi og nokkur tilfelli af kveflungnabólgu í sam-