Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1937, Blaðsíða 36
34
(22,8%). Mest er smitunin í Reykjarfj. (46,4%), þar næst í Vest-
mannaeyjum (39,8%), en lægst í Höfðahverfis (0,0%), Hornafj.
(8,7%) og Ólafsvíkur (10,5%). 134 börn, sem neikvæð reyndust við
berklapróf árið fyrir, reyndust nú berklasmituð, og nemur það 1,7%
allra hinna prófuðu barna.
Starfsemi berklavfirlæknisins 1935—1937.
1935:
Á þessu ári var ráðinn sérstakur læknir til þess að hafa með
höndum framkvæmdir berklavarnarstarfseminnar í landinu. Hót
hann störf sín á miðju árinu og lét fyrst til sin taka að skipuleggja
og hafa eftirlit með vist berklasjúklinga á sjúkrahúsum og hælum
í því skyni, að hver sjúklingur yrði vistaðUr þar, sem honum hent-
aði, og rúm sjúkrahúsanna og hælanna nýttist sem hezt. Var til þessa
krafizt ýtarlegra læknisvottorða um alla berklasjúklinga, er óskuðu
sjúkrahúss- eða hælisvistar, en þessi vottorð lagði berklayfirlækn-
irinn einnig til grundvallar tillögum sínum um, hverja sjúklinga
skyldi úrskurða styrkhæfa samkvæmt berklavarnarlögum.
Sumarið og haustið 1935 ferðaðist berklayfirlæknirinn um Vestur-
og Norðurland, hvatti lækna til að taka upp sem róttækastar berkla-
varnir og leiðbeindi þeim um, hvernig því skyldi hagað. Á ferðum
þessum var fólk, grunsamlegt um berklasmitun, víða röntgenskoð-
að, flest á Patreksfirði (123 ínanns) og á ísafirði (78 manns).
1936:
Á þessu ári ferðaðist berklayfirlæknirinn með ferða-röntgentæki
um Norðurland og Austfirði svo og nokkurn hluta Suðurlands. Ferð-
um um Austurland var hagað þannig, að ferða-röntgentækjunum var
komið fyrir í strandferðaskipinu Súðinni og fólk rannsakað í skip-
inu, á meðan það stóð við á höfnum. Rafmagn var þar óvíða til í
landi. Komu héraðslæknar á hverjum stað með fólk það, er þeir
töldu einkum grunsamlegt og óskuðu rannsóknar á. Voru þannig
röntgenskyggndir alls 246 manns á 11 höfnum frá Reyðarfirði til
Húsavíkur, að báðum þeim höfnum meðtöldum. 17 þeirra eða nærri
7% töldust hafa virka berklaveiki og voru 12 vistaðir á sjúkrahúsum
eða hælum. Enn var æðimargt fólk röntgenskyggnt á Siglufirði,
Sauðárkróki, Blönduósi og Vestmannaeyjum. Um haustið voru 67
manns röntgenskyggndir í Vík í Mýrdal. Reyndust 3 þeirra eða nærri
4,5% hafa virka berklaveiki.
í októbermánuði þetta ár voru fengin röntgentæki til heilsu-
verndarstöðvar Líknar í Reykjavík, og hefir berklayfirlæknirinn
starfað þar meira og minna að berklavörnum siðan, enda sú starf-
semi stöðvarinnar mjög verið aukin.
1937:
1. janúar þetta ár gengu í gildi liin nýju lög um ríkisfi'pmfærslu
sjúkra manna og örkumla, er taka ásamt öðru til berklaveiki. Var
berklayfirlækninum falið að hafa umsjón með framkvæmd þeirra
laga, og hefir hann síðan veitt forstöðu opinberri skrifstofu, er ann-
ast þessi mál. Vegna anna við að koma skipun á þær framkvæmdir