Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1937, Blaðsíða 160
158
fjölskyldu- og heildarrannsóknir, hafi reynzt allt að helmingi betri
en hinna, sem vísað var til stöðvarinnar frá læknuiu.
Með því að styðjast við það, sem skráð hefir verið uiu sams konar
rannsóknir, framkvæmdar bæði í Þýskalandi og i öðrurn löndum,
kemst hann að þessari niðurstöðu (rannsóknirnar skipta tugum
]»úsunda):
1. Með því að rannsaka 1000 manns, sem búa í umhverfi þeirra, er
smitandi berkla hafa, reynast 100—150 berklaveikir og 25—75
með smitandi (,,opna“) berkla. Tölurnar eru mjög á reiki, eftir
því, hve nánar samvistirnar hafa verið, og eftir því, hve löng
sambúðin hefir verið. En alltaf eru þær hæstar, ef um er að ræða
langa dvöl í umhverfi sjúklings, sein ekkert hefir vitað um veik-
indi sín. Jafnskjótt sem hinn sjúki hefir fundizt og varnar-
reglum er fylgt, er smithættan minni.
2. Með því að rannsaka þá, sein í sérstakri hættu eru, t. d. lækna-
stúdenta, hjúkrunarfólk og kennara (ekki í kunnu berklaum-
hverfi), reynast allt að 50 berklaveikir af hverjum 1000.
3. Við heildarskoðanir reynast af a) unglingum 10—'20 með virka
berklaveiki og 3—5 með smitandi berkla, miðað við hverja 1000
rannsakaða, b) fullorðnum 2—15 með virka berklaveiki og
með smitandi berklaveiki 1—8 af hverjum 1000 rannsökuðum.
Athuganir þessar, sem sumpart hafa verið gerðar á berklavarnar-
stöðvum, en sumpart af einstökum læknum, hafa haft g'eysi mikla
þýðingu fyrir alla berklavarnarstarfsemi og þá einkum starfssvið allra
berklavarnarstöðva. Þær hafa fyrst og fremst opnað augu læknanna
fyrir því, hve algengt það er, að þeir, sem haldnir eru smitandi berkla-
veiki, gangi um eins og heilir væru og viti alls eigi um sjúkdóm sinn.
Það liggur því í augum uppi, að berklavarnarstöðvarnar, sem telja
það vera blutverk sitt að finna hina berklaveiku sjúklinga, hafa orðið
að færa út kvíarnar. í fyrstu mátti heita, að rannsóknir þeirra væru
einskorðaðar við berklasjúklingana og' nánasta umhverfi þeirra. Smám
saman hefir hringurinn víkkað svo, að nú eru á einstaka stöðum
framkvæmdar heildarrannsóknir á öllum íbúum bæja eða héraða t. d.
í Ameríku, Þýzkalandi, Svíþjóð og Danmörku (rannsóknirnar á
berklaveikinni á Borgundarhólmi hafa einkum verið mjög rómaðar).
Því ber þó eigi að neita, að nokkrir eru þeir, er telja slíkar heildar-
rannsóknir óþarfar og jafnvel hættulegar almenningi (Meirowski
Moritz, Siegert, Hansberg). Telja þeir, að rannsóknirnar ali upp i
í'ólki hræðslu við sjúkdóminn og auki því á taugaveiklun og ímynd-
unarveiki meðal almennings.
Og því verður mörgum á að spyrja: Hver er árangurinn af öllum
þessum rannsóknum, og er unnt að útrýma berklaveikinni á þennan
hátt?
Því hefir verið veitt eftirtekt, að berklaveikin tekur að réna í
mörgum löndum, áður en nokkrar varnir eru þar um hönd hafðar.
T. d. er talið, að veikin hafi verið þverrandi í Englandi síðan um
1840 og' sums staðar í Þýzkalandi, t. d. í Berlín, frá því um 1850.
Þetta hefir verið skýrt á ýmsan hátt. Einna algengust er sú skýring,
að mikil sýking orsaki það, að þeir, sem næmir eru fyrir sjiikdómn-